Skírnir - 01.09.1999, Page 85
SKÍRNIR
„HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
331
vit óbyggðanna.55 Tengslin við slíka staði verður óhjákvæmilega
persónulegri en þá sem menn þekkja aðeins af afspurn, og um
leið eykst viljinn til að varðveita þá og gefa komandi kynslóðum
einnig kost á að njóta þeirra.
I þriðja lagi þrífst þjóðerniskennd best þegar fólki finnst það
vera að berjast fyrir háleitum markmiðum. Allt frá upphafi sjálf-
stæðisbaráttunnar og langt fram á 20. öld var málhreinsun Islend-
ingum mikið hjartans mál og varð tungumálið þá eins konar
táknrænn vígvöllur þar sem glímt var við erlend áhrif og þjóðin
sýndi virðingu fyrir hinu þjóðlega í verki með því að forðast er-
lendar slettur eða meint mállýti, eins og flámæli. Baráttunni er
vitanlega ekki lokið, þar sem tungumál smáþjóðar mun ávallt eiga
undir högg að sækja í samskiptum við volduga nágranna, en ekki
er að sjá að áhyggjur af framtíð íslenskunnar séu ofarlega í hugum
fólks nú um stundir. Að hluta til ber þetta vott um ótrúlegan
styrk íslenskrar tungu, sem stendur sennilega traustari fótum við
lok 20. aldar en hún gerði fyrir um 200 árum, og ekkert virðist
benda til þess að hún komi til með að líða undir lok á næstunni.
En á sama tíma hefur umhverfið og náttúran orðið þungamiðja
baráttu af ýmsum toga; menn berjast gegn gróðureyðingu og
uppblæstri, hruni fiskistofna, mengun hafsins, o.s.frv. Hér er því
bæði um að ræða baráttu fyrir siðbót - þ.e. að við tökum okkur á
í sambúðinni við landið og bætum fyrir misgjörðir fyrri tíma - og
baráttu gegn erlendum ágangi. Segja má að þessi tilhneiging sé í
góðu samræmi við kjarna sjálfstæðisbaráttunnar við Dani, þar
sem leiðarstefin voru einnig andleg vakning, sem birtist m.a. í
málhreinsun og baráttu gegn sinnuleysi í efnahagsmálum, og and-
staðan við dönsk áhrif á stjórn landsins og íslenskt þjóðlíf.
Að síðustu getur íslensk náttúra reynst mjög handhægt sam-
einingartákn á tímum gríðarlegra breytinga í íslensku samfélagi
þar sem sagan og lífshættir fyrri tíma vísa æ minna í reynsluheim
55 „Víðernið er [...] lítils virði ef við getum ekki nýtt það með því að opna al-
menningi aðgang að þessum svæðum með bættum samgöngum [...]“, segir
Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra í nýlegu viðtali og virðast
flestir íslendingar samþykkir þeirri skoðun; „Vil sátt milli manns og náttúru“,
Morgunblaðið 15. nóvember 1998, bls. 10-11.