Skírnir - 01.09.1999, Síða 86
332
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
þjóðarinnar.56 íslenskir nútímaunglingar eiga t.d. erfitt með að
setja sig inn í lífskjör og málfar landbúnaðarsamfélags sem er end-
anlega horfið, eða fyllast stolti yfir afrekum Jóns Sigurðssonar
sem þeim eru trauðla ljós hver voru. A sama tíma verður líf Is-
lendinga sífellt líkara því sem gerist í nágrannalöndunum og þar
með verður æ óljósara hvað það er sem greinir þá frá öðrum þjóð-
um. íslensk náttúra er hins vegar óneitanlega sérstök um margt og
mjög ólík því sem gerist annars staðar. Hér eru kannski mikilvæg-
ust mótunaráhrif elds og ísa á umhverfið, en einnig hefur fámenni,
einangrun landsins og ofbeit sett mjög sérstakan svip á náttúrufar
þess og menningarlandslag. I hugum okkar er náttúra ættjarðar-
innar því sérstök og þar með eigum við auðvelt með að trúa að við
séum á einhvern hátt öll tengd og um leið öðruvísi en allir aðrir.
Um margt eru breytt viðhorf til náttúrunnar á íslandi nátengd
því sem hefur gerst í nágrannalöndunum, enda eru vandamálin að
flestu leyti af sama toga og þar. Við lok kalda stríðsins hefur
kjarnorkuváin horfið úr vitund fólks, en í hennar stað hefur kom-
ið óttinn við endalok jarðar vegna áhrifa mannsins á umhverfið.
Umhverfisvernd er því í tísku og óspillt og villt náttúra telst nú
auðlind fremur en ögrun við siðmenninguna. En um leið er um-
ræðan um náttúruvernd á Islandi að mörgu leyti mjög ólík því
sem gerist í öðrum vestrænum ríkjum. „Að ‘sjá grænt’", skrifar
breski umhverfisverndarsinninn Jonathon Porritt í riti um pólitík
græningja, „jafngildir því að líta á allar þjóðir og allt fólk, hvernig
sem það kann að greinast í sundur eða hversu ólíkt sem það kann
að virðast, sem meðlimi einnar mannlegrar fjölskyldu þar sem
sérhver er öðrum háður [...] Umhverfisstjórnmál kenna okkur að
öll okkar vandamál eru hnattræn."57 Þegar rætt er um umhverfis-
56 „Það er eitt, sem oss bindur, - að elska vort land“ kvað Einar Benediktsson í
ljóðinu „Frón“, sem birtist fyrst árið 1914. Kvæðið var prentað í styttri gerð í
Lesbók Morgunblaðsins 9. janúar 1999, bls. 3, og er athyglisvert að sjá að þar
er stærsti hluti ljóðsins, þar sem skáldið fjallar um „örlög vors fólks gegnum
elda og blóð!“ - þ.e.a.s. tengsl Frónbúans við fortíðina allt aftur til landnáms-
tíðar - klipptur burt og eftir stendur landið eitt sem hið sanna sameiningartákn
þjóðarinnar; Einar Benediktsson, „Frón“, Kvœðasafn, bls. 419-21.
57 Jonathon Porritt, Seeing Green. The Politics of Ecology Explained (Oxford,
1984), bls. xiii.