Skírnir - 01.09.1999, Page 87
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
333
mál á alþjóðlegum vettvangi er því mikið lagt upp úr því að draga
úr óskoruðum yfirráðum þjóðríkja yfir náttúru landa sinna á
þeirri forsendu að án sameiginlegs átaks í náttúruvernd, þar sem
allar þjóðir þurfa að leggja hönd á plóg, verður framtíð jarðarinn-
ar stefnt í voða. Því víla náttúruverndarsamtök ekki fyrir sér að
ráðast með beinum hætti gegn þjóðum fyrir meint náttúruspjöll
innan þeirrar eigin lögsögu.58 Islensk náttúruvernd er hins vegar
gjarnan háð undir merkjum ættjarðarástar og þjóðerniskenndar
og því þykir mjög við hæfi að vísa í ættjarðarljóðin á baráttu-
fundum náttúruverndarsamtaka.59 Tungutak íslenskra umhverfis-
verndarsinna er líka mjög mótað af hefðum þjóðernisbaráttunnar,
þannig að baráttan fyrir sjálfstæði og náttúruvernd rennur í eitt.
„Að vera landinu sínu trúr er það að vinna að framtíðarvelferð
lands og þjóðar“, skrifar t.d. „náttúruverndarinn“ Guðmundur
Páll Ólafsson í grein í Morgunblabinu snemma árs 1997, „en
landið - það er náttúra þess - og þjóðin eru órjúfanleg heild. [...]
Ef við höfum snefil af siðferði til að bera þá felst skylda okkar
ekki í því að virkja fallvötn og byggja stíflur heldur að skila landi
og lofti óspilltu til komandi kynslóða. Það er þjóðararfurinn og
þjóðarauðurinn, sjálfur frumburðarréttur hvers íslendings."60
Sérstaða íslenskrar náttúruverndar tengist því líka að hún hef-
ur að hluta til tekið yfir nytjahyggju þjóðernisbaráttunnar. Gagn-
rýnin á virkjanir á hálendinu og stóriðjustefnu stjórnvalda hefur
þannig ekki síst verið studd þeim rökum að ferðamannaþjónustu
stafaði hætta af ágangi á náttúruperlur hálendis eða staðsetningu
iðjuvera í blómlegum byggðum og þar með væri meiri hagsmun-
58 Þar er barátta Greenpeace og annarra náttúruverndarsamtaka gegn hvalveiðum
íslendinga í fersku minni.
59 Þannig endaði fjölmenn baráttusamkoma um verndun miðhálendisins í Há-
skólabíói 28. nóvember 1998 með því að fundargestir risu úr sætum og sungu
„Island ögrum skorið“ eftir Eggert Ólafsson, sjá „Fjölmennur fundur um
verndun miðhálendisins [...]“, Morgunblaðid 1. desember 1998, bls. 6.
Snemma í október 1998 safnaðist listafólk saman fyrir utan Alþingishúsið og
las upp ættjarðarljóð til varnar miðhálendi íslands; „Listamenn, útivistar- og
náttúruverndarsamtök [...] “, Morgunblaðið 9. október 1998, bls. 14.
60 Guðmundur Páll Ólafsson, „Grát fóstra mín“, Morgunblaðið 19. janúar 1997,
bls. B 10.