Skírnir - 01.09.1999, Page 88
334
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
SKÍRNIR
um fórnað fyrir minni.61 í þessum málflutningi verður mönnum
tíðrætt um ímynd Islands sem náttúruparadísar og möguleikana á
að selja þessa ímynd á markaðstorgi ferðamennskunnar.62 Inn-
reiðin í Reykjavík er „sennilega sú ljótasta sem vestur-evrópsk
borg getur státað af“, sagði Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Flugleiða og meðlimur í framkvæmdastjórn Ferða-
málaráðs, í viðtali við Morgunblaðið í tilefni af ályktun ráðsins
um virkjanir og stóriðju. „Það er þessi reynsla sem gerir það að
verkum að við teljum að skipulagsyfirvöld og ríkið eigi að haga
staðarvali þannig að stóriðja valdi ekki sjónmengun. Við höfum
ekkert vit á annarri mengun og erum ekkert að skipta okkur af
henni. En þegar við erum að selja vöru sem byggist á hreinleika
lands sem er ekki þéttbýlt þá viljum við auðvitað ekki láta eyði-
leggja þá ímynd [...].“63 Af þessum sökum þarf ekki að koma á
óvart að auðveldara hefur reynst að ná samstöðu um mótmæli
gegn virkjun á hálendi og staðsetningu verksmiðja en þeirri
stefnu stjórnvalda að ætla ekki að skrifa undir alþjóðlega samn-
inga um takmörkun á losun koltvísýrings í andrúmsloftið nema
til komi sérstök undanþáguákvæði Islendingum til handa.64 Eg
held því tæpast að hin rómantíska nytjahyggja sé á undanhaldi í
íslenskri þjóðmálaumræðu, heldur hafi hún þvert á móti endur-
nýjað lífdaga sína í andstöðu við virkjanir og stóriðju við lok 20.
aldar. Nú hafa ættjarðarljóðin öðlast nýja merkingu - fyrir sum-
um eru þau hvatning til að upplifa fegurð fjallanna af eigin raun,
en fyrir öðrum eru þau áminning um að Islendingar eigi sér feg-
urra föðurland en aðrir, og þá ímynd eigi að selja útlendingum og
bæta þar með hag landsmanna.
61 Sbr. Hugi Hreiðarsson, „Markaðssetjum ísland; en hvernig?" Morgunblaðið
4. apríl 1996, bls. D 33.
62 Ágætt dæmi um slíkan málflutning er grein Einars Torfa Finnssonar leiðsögu-
manns „Stóriðja og ferðaþjónusta eiga ekki samleið" í Morgunblaðinu 23. jan-
úar 1997.
63 „Framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs lýsir áhyggjum vegna áætlana um virkjan-
ir og stóriðju [...]“, Morgunblaðið 25. janúar 1997, bls. 30-31.
64 „Það mundi engin þjóð gefa eftir hagsmuni sína, sérstaklega ef sú eftirgjöf
byggðist á ósanngjörnum reglum", sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í