Skírnir - 01.09.1999, Page 89
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
335
Þjóðernisstefnan lifir
Allt frá upphafi sjálfstæðisbaráttunnar hefur ástin á landinu skip-
að stóran sess í hjarta Islendingsins. Þjóðskáldin mærðu landið,
stundum af óskoraðri lotningu fyrir dýrðlegum furðuverkum
náttúrunnar eins og Jónas Hallgrímsson í lýsingu sinni á myndun
fjallsins Skjaldbreiðar,65 stundum með fegruðum lýsingum sem
minna helst á auglýsingamyndir nútímans. í reynd mótaðist af-
staða landsmanna til náttúrunnar þó allt eins af mjög ákveðinni
nytjahyggju og rómantískri fegurðarsýn. Sjálfstæðisbaráttan var
ekki síst háð með það að markmiði að ná betri tökum á náttúru
landsins, fyrst með þróun landbúnaðar og síðar með tæknivæð-
ingu sjávarútvegs. Lengst af sáu menn þó enga andstæðu á milli
þessara tveggja sjónarmiða, þar sem í lotningunni fyrir landinu
fólst um leið bjargföst trú á gæsku náttúrunnar, þótt ísland virtist
harla harðbýlt við fyrstu sýn.
Á síðustu árum er sem náttúran og áhugi á vernd hennar sé að
verða eitt helsta hitamál stjórnmálanna, um leið og áhyggjur af
efnahagslegu sjálfstæði hverfa í skuggann. Að hluta til er hér um
alþjóðlegt fyrirbæri að ræða, enda eru þjóðir heims að gera sér
betur grein fyrir því en áður að náttúrulegar auðlindir jarðarinnar
eru hvorki ótæmandi né ónæmar fyrir umgengni mannsins.
Umræður um íslenska náttúruvernd verða þó að teljast nokkuð
sérstakar, ekki síst fyrir þá sök að hér á landi er baráttan fyrir
verndun umhverfisins oftast háð undir merkjum þjóðernisstefnu
fremur en sammannlegrar ábyrgðar á framtíð jarðarinnar. Deilur
um virkjun fallvatna snúast þannig gjarnan um hvort telst bera
vott um dýpri ættjarðarást, að búa þjóðinni betri kjör eða skila
landinu óspjölluðu til komandi kynslóða - eða hvort þjóðin hafi
meiri arð af því að nýta náttúruna á einn hátt fremur en annan.
Það sem vekur helst athygli í þessu sambandi er hversu mótuð
íslensk stjórnmálaumræða er ennþá af orðræðu sjálfstæðisbarátt-
viðtali við Morgunblaðið í tilefni þess að ríkisstjórnin frestaði undirritun
Kyoto-bókunar, „Ummæli Davíðs Oddssonar um Kyoto-bókunina [...]“,
Morgunblaðib 13. nóvember 1998, bls. 4.
65 Jdnas Hallgrímsson, „Fjallið Skjaldbreiður", Fjölnir 8 (1845), bls. 50-53.