Skírnir - 01.09.1999, Page 93
SKÍRNIR
HLÆJANDI GUÐIR OG HELGIR MENN
339
á merkingu og gildum. Orðin þrjú eru þá sögð lýsa tómhyggju og
jafnvel engu öðru en tómhyggju. Vegna dauða guðs sé lífið merk-
ingarlaust, engin gildi séu lengur raunveruleg. Heimurinn sé
óreiða, kaos.* * * 7 Ekki er óalgengt að sjá þessa túlkun klædda í
dramatískan búning með viðeigandi tengingum við ævisögu
Nietzsches.
Og það var loks í [menntaskólanum] Pforta að hinn ungi Nietzsche
hætti sér fram að brún hyldýpisins [...]. Það sem hann sá voru ekki guðir
eða djöflar eða sálir framliðinna [...] hann sá tómið, neindina. Orð hans
yfir þessa sláandi og opinberandi reynslu var: „Guð er dauður“.8
Náskylt þessu má í fjórða lagi nefna hugmynd um guð sem und-
irstöðu merkingar og gilda. Samkvæmt henni hefur líf okkar (og
jafnvel allur veruleikinn) eitt sinn haft merkingu og gildi sem
hvíldu á því trausta bjargi sem er guð. Með fráfalli guðs sé undir-
stöðunni kippt undan allri merkingu í lífi okkar og veruleika:
merkingarlaust tómið blasi við.9 I fimmta lagi felur hin hefð-
bundna túlkun í sér drög að lausn á þeim vanda sem við blasir
eftir dauða guðs: ofurmennið. „Guð er dauður, lifi ofurmennið“,
þannig hljóði hið nýja slagorð Nietzsches. Þessi fimm atriði eru
Intemational Studies in Philosophy, 26(3)/1994, bls. 67; G. Steven Neeley, bls.
28-33; Debra B. Bergoffen, „Nietzsche was no Feminist ...“. International
Studies in Philosophy, 26(3)/l 994, bls. 25.
7 Þessi skoðun er oftast látin í Ijós með þeim orðum að hið yfirskilvitlega sem
gildin hvíla á sé glatað. Eric von der Luft staðhæfir t.d.: „Þegar hann
[Nietzsche] segir: „Guð er dauður!“ á hann ekki við annað en það að „hið
yfirskilvitlega sé glatað“ - og ekki aðeins glatað heldur hafi því verið kastað á
glæ af ásetningi", bls. 268. Sjá einnig Michael Allen Gillespie, Nihilism before
Nietzsche, Chicago: The University of Chicago Press 1995, bls. xi-xxiv. Sjá
ennfremur Robin Alice Roth, „Nietzsche’s Use of Atheism". International
Philosophical Quarterly 1991, bls. 55; Will McNeill, „Traces of Discordance:
Heidegger - Nietzsche" í Nietzsche: A Critical Reader (ritstj. Peter R. Sedg-
wick), Oxford: Blackwell 1995, bls. 195; Alexander Nehamas, Nietzsche: Life
as Literature, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press: 1985, bls.
71.
8 Mason Olds, „The Crisis of Authority". Religious Humanism 1990, bls. 168.
9 Sjá t.d. Peter Berkowitz, Nietzsche: The Ethics of an Immoralist, Cambridge,
Massachusetts: Harvard University Press: 1995, bls. 2-5.