Skírnir - 01.09.1999, Side 94
340
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
ekki tæmandi útlistun á innihaldi hins hefðbundna skilnings.10
Hér verða þau þó látin nægja. Raunar verður næsta lítið sagt um
síðasttalda stefið en þó verður vikið að þætti mikilmenna í dauða
guðs.
Frumkvœði Nietzsches og framsetningarmdti
Nietzsche er ekki höfundur orðanna um dauða guðs. Þau eiga sér
langa sögu og fara jafnvel nærri kjarna goðsagnarinnar um hinn
krossfesta, dána og upprisna guð. I ljóði eftir Johann Rist frá
sautjándu öld segir t.d.: „O grosse Not! / Gott selbst liegt tot, /
Am Kreuz ist er gestorben [...]“. Af hugsuðum sem víkja að setn-
ingunni fyrir daga Nietzsches má t.d. nefna Jean Paul og Hegel.* 11
Arið 1802 ræðir Hegel t.d. um „tilfinninguna sem trúarbrögð nú-
tímans hvíla á - þá tilfinningu að guð sjálfur sé dauður".12 Og í
ávarpi til ungra guðfræðinga árið 1838, sex árum áður en
Nietzsche fæðist, lýsir heimspekingurinn og ljóðskáldið Ralph
Waldo Emerson andlausri orðræðu þeirra sem farnir eru að tala
„eins og guð sé dauður".13
Hins vegar er það ekki að ástæðulausu að setningin er iðulega
tengd nafni Nietzsches; hún gegnir margþættu hlutverki í ritum
hans og kallast á við önnur hugðarefni hans. Þegar hugað er að
10 í þessari grein er t.d. ekki rætt um tengsl siðferðis og dauða guðs. Margir telja
að við dauða guðs hrynji siðferðið („Ef guð er ekki til er allt leyfilegt“). Sjá
James Conant, „Reply: Nietzsche, Kierkegaard and Anscombe on Moral Un-
intelligibility" í Morality and Religion (ritstj. D. Z. Phillips), New York: St.
Martins Press 1996. Conant bendir réttilega á að gera verði greinarmun á því
hvort siðferðið í heild sinni hvíli á trúarlegum forsendum og hinu hvort enda-
lok trúarlegra hugmynda grafi undan ákveðnum þáttum siðferðis. Hann leiðir
síðan rök að því að Nietzsche hafi einungis haldið hinu síðara fram (250
o.áfr.).
11 Um þetta efni sjá t.d. Helmut Thielicke, Der evangelische Glauhe, I. bindi,
Tubingen: J.C.B. Mohr (Paul Siebeck) 1968, bls. 307 o.áfr. Sjá einnig Eric von
der Luft, „Sources of Nietzsche’s “God is Dead” and its meaning for
Heidegger“.Journal of the History of Ideas 45/2 1984, bls. 263-76.
12 Sjá umræðu um þessa setningu Hegels í Martin Heidegger, „Nietzsches Wort
“Gott ist tot”“, bls. 197.
13 Ralph Waldo Emerson, Essays and Lectures, New York: The Library of
America 1983, bls. 83.