Skírnir - 01.09.1999, Síða 95
SKÍRNIR
HLÆJANDI GUÐIR OG HELGIR MENN
341
því hvernig Nietzsche ræðir dauða guðs er lærdómsríkt að skoða
Svo mœlti Zaraþústra. I upphafi þeirrar bókar er frá því sagt að
Zaraþústra yfirgefur helli sinn í fjallinu, þar sem hann hafði dval-
ið í tíu ár og notið anda síns, og heldur til manna. Hann ætlar að
færa þeim gjöf. A leið til byggða hittir Zaraþústra öldung
nokkurn, helgan mann. Svo mælti hinn heilagi við Zaraþústru:
„[...] Farðu ekki til mannanna, haltu heldur kyrru fyrir í skóginum!
Farðu frekar til dýranna! Hví ferðu ekki að dæmi mínu, - og verður
björn meðal bjarna, fugl meðal fugla?“
„Og hvað gerir hinn heilagi maður í skóginum?“ spurði Zaraþústra.
Heilagi maðurinn svaraði: „Eg yrki ljóð og syng þau, og þegar ég
yrki ljóð, hlæ ég, græt og ym: þannig lofa ég guð.
Með söng, gráti, hlátri og ymjan lofa ég þann guð sem er minn guð.
En hvað færir þú okkur að gjöf?“
Óðar en Zaraþústra heyrði þessi orð kvaddi hann hinn helga mann
og sagði: „Hvað hef ég svo sem að færa ykkur! Mér er best að hypja mig,
svo að ég taki ekkert frá ykkur!“ - Og með það skildust öldungurinn og
maðurinn, tístandi af hlátri líkt og smádrengir. (40-41)14
Athyglisvert er hve kurteis, glaðvær og vinsamleg orðaskipti
Zaraþústru og hins heilaga manns eru. Á það reyndar jafnan við
um samskipti Zaraþústru við trúaða menn og jafnvel fulltrúa trú-
arinnar.15 Zaraþústra slengir því ekki framan í andlit öldungsins,
sem lofar guð sinn, að guð sé dauður. Oðru nær. Þeir hlæja sam-
an eins og litlir strákar - Zaraþústra segir síðar í bókinni að hlátur
sæmi guðunum - og Zaraþústra ákveður að hypja sig svo hann
taki ekkert frá þeim. Hvernig ber að skilja þetta? Og hverjir eru
þeir? Öldungurinn og dýrin hans? Öldungurinn og guðinn hans?
Óttast Zaraþústra að hann spilli hinu persónulega sambandi öld-
ungsins við guðinn sinn? Og hvers vegna skyldi hann ekki vilja
gera það?
14 Friedrich W. Nietzsche, Svo mælti Zaraþústra (Jón Árni Jónsson þýddi).
Reykjavík: Háskólaútgáfan 1996.
15 Sjá t.d. orðaskipti Zaraþústru og gamla páfans (254). Sjá einnig bls. 108 í Svo
mœlti Zaraþústra og §350 og §351 í Hinum hýru vísindum. Nietzsche hefur
sjálfur orð á þessu þegar hann víkur að Svo mœlti Zaraþústra í Ecce Homo\
„Og hvernig Zaraþústra stígur niður og mælir við hvern mann vel meint orð.
Hversu mildum höndum hann fer jafnvel um andstæðinga sína, prestana, og
líður þeirra vegna með þeim!“. Sjá kaflann „Svo mælti Zaraþústra", hluta 6.