Skírnir - 01.09.1999, Page 101
SKÍRNIR
HLÆJANDI GUÐIR OG HELGIR MENN
347
gefur ekki einvörðungu til kynna gloppótta sjálfsþekkingu manna
heldur og sjálfsblekkingu þeirra, og sýnir hversu flókið fyrirbæri
Nietzsche leitast við að afhjúpa. Sjálfsblekking er margþætt og
snúin. Hún felst í því að vita og vita ekki, sjá og sjá ekki, sýna og
fela - og oft einmitt í því að fela með því að sýna hæfilega mikið.
Sigmund Freud, sem afhjúpaði sjálfsblekkingar einstaklinga og
hópa af þolinmæði og þrautseigju, benti á að það gerist iðulega
snemma í sálgreiningu að sjúklingur lýsi ástandi sínu og orsökum
þess af umtalsverðri nákvæmni. Samt sé engu líkara en að sjúk-
lingurinn heyri ekki almennilega í sjálfum sér, nái ekki að tengja
textann og tilfinningarnar saman, tíðindin við sitt eigið líf. Vandi
sálgreinandans felist í því að fá sjúklinginn til að gangast við
þessum tíðindum og tileinka sér þau, þannig að þau hafi tilætluð
áhrif á hann sjálfan og hann frelsist frá þeim. Með sama hætti má
segja að fólk hafi ákveðna vitneskju um dauða guðs og sú vit-
neskja sé einmitt það sem kemur í veg fyrir að það nái að heyra
tíðindin, skilja mikilleika þeirra fyrir eigið líf. Fólk hefur verið
bólusett gegn tíðindunum með tíðindunum sjálfum. Það er ekki
að ástæðulausu að Nietzsche bregður sér iðulega í hlutverk þess
sem reynir að hjálpa fólki að skilja eigin aðstæður, gjörðir og til-
finningar - að tileinka sér sín eigin orð. Sama gildir um Zara-
þústru.22 Ein ástæða þess að þeir bregða sér í hlutverk sálgrein-
anda eða heimspekings frekar en dómara eða siðapredikara er að
þeir hafa sjálfir þurft að berjast við handanheimsgrillur, berja þær
úr eigin kolli.23
Samkvæmt ofansögðu beinist athygli Nietzsches ekki að því
hvort til sé guð eða handanheimur. Sú staðhæfing kann að koma
á óvart þegar rætt er um þennan áhrifaríka höfund. I því viðfangi
er þó vert að minnast þess að í sjálfsævisögu sinni, Ecce Homo
(1888), tilgreinir Nietzsche „guð“, „eilíft líf sálarinnar", „frels-
un“, og „handan" sem dæmi um hugtök er hafi aldrei fangað at-
22 Sjá t.d.: „Ekki reiðist Zaraþústra heldur afturbatasjúklingi sem lítur ástúðlega
á óra sína og ráfar í skjóli nætur kringum gröf guðs síns [...]“ (59).
23 Kafli í Svo malti Zaraþústra sem heitir „Um handanheimsmenn" hefst á þess-
um orðum: „Einu sinni gerði Zaraþústra sér grillur um heim ofar manninum
Iíkt og allir handanheimsmenn" (57).