Skírnir - 01.09.1999, Page 103
SKÍRNIR
HLÆJANDI GUÐIR OG HELGIR MENN
349
helvíti o.s.frv. Við dauða guðs, hrun handanheimsins, blasir við
alger óreiða (kaos) og okkar hlutverk er að koma ein og óstudd
skipulagi á hana, okkar bíður hið ofurmannlega verkefni að gefa
óreiðunni merkingu.
Við lok síðasta hluta var bent á að Nietzsche segir berum orð-
um að áhugi hans hafi í reynd aldrei beinst að guði eða handan-
heiminum, a.m.k. ekki sem hugmyndum eða hugtökum. Margt
fleira grefur undan hinni frumspekilegu túlkun. Spyrja má hvort
Nietzsche haldi því virkilega fram að upphafs, og jafnvel gagn-
semi, trúarbragða sé að leita í hinni frumspekilegu þörf og svölun
hennar. Þetta virðist yfirborðslegur skilningur á trú og trúar-
brögðum, til þess fallinn að gefa okkur „þykjustuþekkingu" á
þessum fyrirbærum og sögu þeirra. Auk þess höfðu margir hugs-
uðir hafnað trúarbrögðum í þessum skilningi fyrir daga
Nietzsches. Er ekki augljóst að ótal ástæður eru fyrir því að
menn koma sér upp guðum; guðum frjósemi, stríðs, ástar, úthafs
og himins? Þjóna handanheimar ekki fleiri hlutverkum í sögu
mannsandans en hinu frumspekilega? Hér væri vert að huga að
skilningi Evrópumanna á 19. öld og norrænna víkinga tíu öldum
fyrr. Höfðu þessir menn sams konar gagn af handanheimum sín-
um?
Þegar að er gáð kemur í ljós að Nietzsche varar menn sérstak-
lega við að draga þá ályktun að trúarbrögð eigi uppsprettu sína í
hinni frumspekilegu þörf. I §151 í Hinum hýru vísindum segir:
Um uppruna trúarbragöa. - Hin frumspekilega þörf er ekki uppspretta
trúarbragða eins og Schopenhauer hélt, heldur einungis síðbúin afleið-
ing. Vegna ofríki trúarlegra hugmynda höfum við vanist hugsuninni um
„annan heim (handan, neðan, ofar)“ - og þegar trúarlegum hugmyndum
er eytt þá veldur óþægilegt tóm og skortur okkur hugarangri. Af þessari
tilfinningu vex aftur „annar heimur", sem nú er aðeins frumspekilegur
en ekki lengur trúarlegur.
Vert er að staldra við þessa tilvitnun og bera hana lið fyrir lið
saman við hina hefðbundnu túlkun. Þá túlkun má setja fram sem
sjónarspil í fimm þáttum: (1) menn bjuggu við óreiðu enda er hún
grunngerð veruleikans en (2) þeir fundu hjá sér þörf til að koma
skipulagi á óreiðuna, sjá í veruleikanum varanlega, eilífa tilvist;