Skírnir - 01.09.1999, Page 104
350
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
(3) trúarbrögðin spruttu af þessari frumspekilegu þörf og þau láta
okkur í té hugtök {guð, himnaríki) sem svala henni; en (4) með
fráfalli guðs blasi óreiðan aftur við og (5) þörf er á nýjum öflum,
ofurmönnum eða allsherjarvísindum, til að fylla tómið, gefa
óreiðunni aftur merkingu.
Greining Nietzsches er hins vegar önnur. Hann leggur áherslu
á að hin frumspekilega þörf sé ekki uppspretta trúarbragða. Þetta
er einkar mikilvægt vegna þess að það virðist augljóst að trúar-
brögð (t.d. sköpun eða uppgötvun guða) eigi sér fjölbreytilegar
rætur. Það væri ólíkt Nietzsche að loka augunum fyrir marg-
þættri tilurðasögu mennskra fyrirbæra á borð við trúarbrögð.27 I
ofangreindri tilvitnun er þeim möguleika haldið opnum að guðir
geti verið gagnlegir, hlutverk þeirra takmarkist ekki við að fylla
menn handanheimsgrillum af því tagi sem Nietzsche gagnrýnir
svo oft.28 Jákvæð ummæli hans um einstaka trúmenn þurfa því
ekki að koma á óvart. I Hinum hýru vísindum (§143) lýsir
Nietzsche t.d. fjölgyðistrú - hinni „dásamlegu list og hæfileika að
búa til guði“ - og tengir hana við tilurð sjálfráðra, glaðværra ein-
staklinga sem færir eru um að setja sér sín eigin lög. Það hafi ver-
ið vegna fjölgyðistrúar að menn tóku í fyrsta sinn að halda í
heiðri rétt einstaklingsins og Nietzsche tengir fjölgyðistrú við
frjálsa anda og lofar hana fyrir hlut hennar í að hefja mannkyn
yfir þá hugsun að einhver einn maður eða ein manngerð sé mæli-
27 Markmið Nietzsches er yfirleitt að sýna fram á að margs konar hvatir og
ástæður liggi að baki þar sem mönnum virðist einhver einn ráða ríkjum. Hin
hefðbundna túlkun gengur því þvert á aðferðafræði Nietzsches. Hinu er ekki
að leyna að stundum leggur Nietzsche Zaraþústru orð í munn sem virðast
stangast á við á þessa aðferðafræði: „Fátæk og fávís þreyta, sem vill í einu
stökki komast á leiðarenda, einu dauðastökki, og vill ekki lengur hafa neinn
vilja: það var þessi þreyta sem skóp alla guði og handanheima" (58). Hér er þó
mikilvægt að hafa í huga hversu víðtæk sú tilhneiging manna er að vilja stytta
sér leið, láta aðra byggja fyrir sig brúna yfir lífsins fljót og glata þannig sjálfum
sér (sjá t.d. KSA 1, 337-427). Það er heldur alls ekki einsdæmi að Nietzsche
eða Zaraþústra Nietzsches lýsi margs konar tilurð fyrirbæris en alhæfi einnig
um það. I Svo mœlti Zaraþústra er sagt að þegar „guðir deyja, deyja þeir alltaf
margskonar dauða“ (256). En það er líka sagt að þeir hafi allir hlegið sig í hel
(188) og að guðinn hafi dáið af meðaumkun (107, 256).
28 Nietzsche gagnrýnir reyndar ekki alla handanheimshugsun. I Hinum hýru
vísindum (§ 143) er gagnsemin einmitt bundin því að fjölgyðistrúin er hand-
anheimstrú.