Skírnir - 01.09.1999, Side 105
SKÍRNIR
HLÆJANDI GUÐIR OG HELGIR MENN
351
kvarði allra hluta. Nietzsche tengir því listina að búa til guði við
margt af því sem hann ber lof á í verkum sínum.
En Nietzsche gengur lengra og staðhæfir að hin frumspekilega
þörf sé ein af mörgum tilfallandi afleiðingum trúarbragða. Sú or-
sakaröð sem hann lýsir er andstæð hinni hefðbundnu túlkun.
Vegna ofríkis trúarlegra hugmynda höfum við vanist tilhugsun-
inni um annan heim fyrir ofan, neðan eða handan þess sem við
lifum í. Við hrun þessa hugmyndaheims finnum við fyrir tóm-
leika og skorti, hinni frumspekilegu þörf, sem nú er svalað með
enn „öðrum heimi“. Öfugt við marga túlkendur sína gerir
Nietzsche ekki ráð fyrir að hin frumspekilega þörf, eins og hann
skilur hana hér, þurfi að vera til staðar - henni er lýst sem
óheppilegri, og stundum sjúklegri afleiðingu af því hvernig trúar-
brögð möndla með hugmyndir.
Óumdeilt er að Nietzsche heldur því víða fram að veruleikinn
sé eilífur verðandi, óreiða að grunngerð. Þetta er eitt af því sem
gerir hina hefðbundnu túlkun svo freistandi. Erum við ekki sam-
mála um að ómögulegt sé að fóta sig í kaosi? Hlýtur mannskepn-
an ekki að leitast við að koma reglu á óreiðuna, gefa veruleikan-
um merkingu, t.d. með handanheimi trúarbragða eða kenningum
vísinda? Nú verður því ekki á móti mælt að erfitt er að lifa við
óreiðu, kannski vegna þess að það er einfaldlega erfitt að lifa.
Hins vegar er nauðsynlegt að huga að því hvað Nietzsche á við,
og hvað hann á ekki við, með orðum sínum um að veruleikinn sé
óreiða. Sérstaklega ber að varast þá ályktun að sá glundroði sem
blasir við fyrst eftir að guð er dauður sé sömu ættar og sú óreiða
sem Nietzsche telur einkenna veruleikann. Það sem blasir við eft-
ir dauða guðs hjá flestum (Nietzsche undanskilur hina frjálsu
anda) er glundroðakenndur og ruglingslegur heimur þeirra sem
eru að jafna sig eftir ákveðinn lífsmáta sem einkenndist af ofríki
trúarlegra hugmynda. Menn álíta nú blekkingar það sem þeir
töldu áður bjargföst sannindi. I þessum heimi er tóm, eitthvað
vantar, og hin frumspekilega hvöt ræður ríkjum. Hversu ákaft
sem við höfnum guði í orði heldur hann áfram að drottna yfir
okkur meðan við stýrumst af og vegsömum þessa hvöt, þennan
skugga guðs. Óreiða, sem glundroði, er ævinlega neikvæð, eitt-
hvað sem menn vita fyrirfram að þeir verða að flýja, koma sér