Skírnir - 01.09.1999, Page 107
SKÍRNIR
HLÆJANDI GUÐIR OG HELGIR MENN
353
Heildargerð veraldarinnar er [...] um alla eilífð óreiða [Chaos] - ekki í
skilningnum skortur á nauösyn heldur í skilningnum skortur á reglu,
röð, formi, fegurð, visku og hvaða nöfnum sem við nú nefnum fagur-
fræðilega mannhyggju okkar. (KSA 3, 468, leturbreyting mín)
Samkvæmt Nietzsche er enginn löggjafi í náttúrunni eða á bak
við hana en það þýðir ekki að náttúran sé eilífur glundroði. Oðru
nær. Hann segir berum orðum að óreiðan merki ekki skort á
nauðsyn. Og þegar hann biður lesandann stuttu seinna í sama
hluta að varast að segja að það séu lögmál í náttúrunni, staðhæfir
hann jafnframt að þar „séu einungis nauðsynjar“. Nietzsche not-
ar reyndar oft hugtakið „nauðsyn“ til að ljá stöðugleika og festu
hugmyndum sem kynnu ella að virðast gerræðislegar eða ávísun á
glundroða. Þegar hann ræðir um að við þurfum að finna upp eig-
in dygðir bætir hann því strax við að þær verði að vera okkur
nauðsyn, okkar persónulega nauðsyn (KSA 6, 177). Þegar hann
lýsir hugmyndum heimspekings sem fer ótroðnar slóðir og rækt-
ar eigin hugarheim segir hann með svipuðum hætti að þær verði
að spretta upp úr honum sjálfum af sömu nauðsyn og trén bera
ávexti sína (KSA 5, 248-49).
Reynslan sýnir okkur hvergi löggjafa eða höfund tilverunnar,
ásetning eða markmið, orsök eða afleiðingu. Hún sýnir okkur
heldur ekkert sem gefur til kynna að það vanti höfund eða lög-
gjafa í veruleikann. Með því að segja: „Veruleikinn er óreiða [...]
þar eru einungis nauðsynjar," hafnar Nietzsche í reynd báðum
þessum afarkostum. Það væri ekki í anda gagnrýni hans að hafna
nauðsynjum, slíkt væri ekki heldur róttækt eða djarft framhald á
því að hafna löggjafa eða höfundi heimsins. Það væri einungis vit-
leysa sem gengi gegn reynslu manna af þeim heimi sem þeir fæð-
ast og deyja í, af nauðsyn. Hugtakið nauðsyn hefur í verkum
Nietzsches svipaða rökgerð og lýtur svipaðri málfræði og hug-
takið óreiða. Nauðsyn og óreiða er það sem blasir við þegar við
látum af tilburðum okkar til að flýja þann veruleika sem við bú-
um í. Nietzsche sér slíkar flóttatilraunir m.a. í hugmyndafræði
okkar, ofvöxnu ímyndunarafli og vímuefnum. Á þeim sviðum
virðist okkur stundum sem hlutirnir turnist í einni svipan, ger-
breytist líkt og náttúran hafi tekið stökk eða frjáls og óháður vilji