Skírnir - 01.09.1999, Page 110
356
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
genesar allítarlega og segir af honum margar kynlegar sögur, m.a.
þessa: „Hann kveikti á lugt um hábjartan dag og sagði, um leið og
hann gekk um: „Eg leita að manni“.“32 Díogenes gengur um á
meðal manna og segist vera að leita að manni. Ekki einhverjum
ákveðnum manni heldur manni. Svo virðist sem hann álíti þorra
manna hjarðdýr og leiti af ærlegum eða eiginlegum mönnum.
Ymsar aðrar sögur sem Laertius segir af Díógenesi benda ein-
dregið til að svo sé. Díógenes á t.d. að hafa verið spurður að því
eitt sinn er hann kom úr baðhúsinu hvort þar hefðu verið margir
menn. Hann neitaði því. Annar spurði hann þá hvort þar hefði
verið mikill mannfjöldi (hjörð) og játti Díógenes því (41-43).
Önnur saga segir af því þegar Díógenes sneri heim frá Ólympíu
og var spurður hvort þar hefði verið mikill mannfjöldi (hjörð).
Hann svaraði: „Já, mikil hjörð en fáir sem hægt er að kalla menn“
(61)'
Sú spurning vaknar hvers vegna Nietzsche tengi söguna af óða
manninum við Díógenes með svo beinum hætti. Er hinn óði
maður hans í leit að ærlegum mönnum? Felur dauði guðs í sér að
menn séu ekki ærlegir? Athyglisvert er að í einni sögu af Díó-
genesi er þetta tvennt spyrt saman:
Lyfsalinn Lysias spurði hann hvort hann tryði á guðina. „Hvernig get ég
komist hjá því að trúa á þá“, svaraði hann, „þegar ég sé guðlausan ræfil
eins og þig.“ (45)
Hér er guðleysi ræfildómur, skortur á manndómi. Til að skilja þá
gagnrýni sem felst í hugsun Nietzsches um dauða guðs verður að
skoða nánar tengslin á milli guðdómsins og manndómsins en
ofuráherslan á hina frumspekilegu túlkun hefur einmitt skyggt á
þau tengsl.
Eitt af því sem mikilvægt er að hafa í huga hér er að ólíkar út-
gáfur eru af setningunni um dauða guðs í verkum Nietzsches.
Við rekumst þar á setningar á borð við: „Guð er dauður“, „Gamli
guðinn er dauður", „Dauðir eru allir guðirnir" eða „Dauðir eru
32 Diogenes Laertius, Lives of Eminent Philosophers, II. bindi, með enskri þýð-
ingu R. D. Hicks, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press 1950,
bls. 43.