Skírnir - 01.09.1999, Side 116
362
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
blóthrolli. Þar blóta þeir manni til almenningsheilla, og er það hið ægi-
lega upphaf villimannlegra helgisiða þeirra. Þá hvílir og önnur helgi á
lundi þessum. Þar gengur enginn inn, nema bundinn sé fjötrum; er það
tákn þess, að hann sé minna máttar og kannist við ofurvald guðdómsins.
Ef svo ber undir, að hann fellur til jarðar, má hann eigi upp standa né
nokkur reisa hann við, heldur verður hann að veltast burt þaðan. Að því
víkur þá allur þessi annarlegi átrúnaður, að þar sé að leita uppruna þjóð-
arinnar og að þar sé guð allsvaldandi, en allt annað sé honum undirgefið
og auðsveipt. Þá styður og gengi Semnóna hina miklu upphefð þeirra;
þeir byggja hundrað sveitir og af stærð þjóðbálksins hyggja þeir, að þeir
séu í öllu fyrir öðrum þjóðum.2
Hér var vitnað til hinnar kunnu þýðingar Páls Sveinssonar á
Germaníu. A þeim 70 árum sem liðin eru frá því að hún var gerð
hefur þó að sjálfsögðu verið rýnt til frekari hlítar í texta Tacitus-
ar. I nýlegu riti gerði Bruce Lincoln ágæta grein fyrir helstu rann-
sóknarnýjungum síðustu áratuga á þessari mannblótsfrásögn
Tacitusar og verður hér rakið lauslega það sem hann hefur að
segja.3
Lincoln vekur fyrst athygli á því hve torvelt geti verið að
túlka texta Tacitusar rétt. Hann hafi safnað miklum upplýsingum
og sett þær fram í knöppu formi og í máli hans leynist því oft
dulinn fróðleikur. Margræðni gæti víða í orðalagi og fræðimenn
hafi oft valið augljósasta lestur fremur en þann sem gaf fyllri
mynd. Dæmi um þetta er orðið caeso, sem notað er um fram-
kvæmd mannblótsins, en það þýðir orðrétt sundurlimun. I sam-
bandi við túlkun á torráðnu orðalagi í texta Tacitusar vitnar
Lincoln sérstaklega í tímamótaritgerðina „Horrenda Primordia“
2 Germanía 1928, 71-72. ([1] Vetustissimos se nobilissimosque Sueborum
Semnones memorant; fides antiquitatis religione firmatur. stato tempore in
silvam auguris patrum et prisca formidine sacram. omnes eiusdem sanguinis
populi legationibus cocunt caesoque publice homine celebrant barbari ritus
horrenda primordia. [2] est et alia luco reverentia: nemo nisi vinculo ligatus
ingreditur, ut minor et potestatem numinis prae se ferens. si forte prolapsus
est, attolli et insurgere haud licitum: perhumum evolvuntur. coque omnis
superstitio respicit, tamquam inde initia gentis, ibi regnator omnium deus,
cetera subiecta atque parentia. [3] adicit auctoritatem fortuna Semnonum:
centum pagi iis habitantur, magnoque corpore efficitus, ut se Sueborum caput
credant (Germania 1960, 88).)
3 Bruce Lincoln 1986, 45-50.