Skírnir - 01.09.1999, Page 117
SKÍRNIR
MANNBLÓT1SEMNÓNALUNDI
363
eftir L. L. Hammerich frá árinu 1952, sem hann segir að fræði-
menn í germönskum fræðum hafi almennt tekið undir (46-47). I
framhaldi kemst Lincoln þannig að orði:
Frásögn Tacitusar af því sem raunverulega fór fram í blóti Semnóna er
fáorð en mjög lýsandi. Manni var fórnað og hann sundurlimaður: hvað
þetta varðar er framsetningin ljós. Ekki nóg með það að lýsingarháttur-
inn caesus (af caedere „að skera, höggva, hluta í sundur“) sé notaður til
að gefa til kynna hvernig manninum var fórnað, heldur er helgisiðurinn
einnig talinn vera „villimannlegur“ (barbari ritus). Þarna er ekki einfald-
lega um að ræða fordæmingu á mannblóti sem slíku, því að annars staðar
(Germanía 9; Annálar 13,57) fjallar Tacitus um mannblót germana án
þess að viðhafa slíkt orðalag. Hér mun öllu fremur fyrir hendi eitthvað
sérstakt í siðvenjum Semnóna sem Tacitusi hefur fundist einstaklega
ógeðfellt, og Hammerich hefur leitt að því sannfærandi rök að það hafi
einmitt verið sundurlimun fórnarlíksins, sem ef til vill var gerð í augsýn
almennings (caesoque publice homine). Vitnisburður fornleifa hefur nú
reynst þess umkominn að renna óhugnanlegum stoðum undir það að
þessi siður hafi raunverulega farið fram á þann veg sem Tacitus lýsir (48-
49).
Lincoln ræðir einnig sérstaklega heimildargildi þess kafla í
Germaníu sem hér var vitnað til og er niðurstaða hans sú að um-
rædd lýsing á blótsiðum Semnóna byggi á traustari heimildum en
flest annað í riti Tacitusar. Upplýsingar um blótið telur Lincoln
að Tacitus hafi fengið milliliðalaust frá germönskum heimildar-
mönnum sem virðast hafa verið engir aðrir en Masyos, konungur
Semnóna, og völva hans, Ganna, sem komu til Rómar á ríkisárum
Domitianusar (A. D. 81-96), skömmu áður en Germanía var rit-
uð. Frásögnin af blóti Semnóna sé þannig einhver fágætasta og
dýrmætasta blótheimild sem um geti í fornri þjóðfræði, marktæk
lýsing lifandi guðsdýrkunar, og jafnframt elsta og ítarlegasta lýs-
ing sem til sé á forkristnu germönsku blóti (45-46 og tilv. rit).
Sá vitnisburður fornleifa sem Lincoln nefnir eru víðtækar
fornminjarannsóknir sem gerðar hafa verið í Lossow, skammt frá
Frankfurt am Oder. Þar hafa verið dregnar fram í dagsljósið ríku-
legar minjar um tvö þúsund ára gamla fórnarsiði. Sérstaka athygli
hefur vakið mismunandi meðferð á beinum fórnardýra annars
vegar og hins vegar á beinum manna sem fórnað hefur verið. Bein