Skírnir - 01.09.1999, Page 118
364
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
fórnardýranna, hrossa og nauta, eru í flestum tilvikum heil og
óskert en bein fórnarmanna hafa undantekningarlaust verið brot-
in (49-50, nmgr. 27).
Þá er næst að víkja að uppruna og inntaki blótsins sem fór svo
mjög fyrir brjóstið á Tacitusi. Blótið er sagt framið til að minnast
uppruna germana, en frá upphafi þeirra segir í 2. kafla Germaníu
á þessa leið:
I fornum kvæðum, sem eru einu heimildir Germana og sagnarit, vegsama
þeir Tvistó guð, fæddan af jörðu, og Mann, son hans; kalla þeir þá ætt-
feður og stofnendur þjóðarinnar.4
Tvisto eða Tvisco er álitinn hafa verið tvíkynja frumvera, en
nafnið hefur verið talið þýða „tvöfaldur“ eða „tvíburi". Tvistó
gat Mann eða Mannus af sér af eigin rammleik, en heiti hans þýð-
ir einfaldlega „maður". Er Tvistó þannig ein þeirra tvíkynja
frumvera sem svo víða koma fyrir í upprunagoðsögum og er
Mannus talinn hafa fórnað honum og skapað heiminn.5
Mircea Eliade hefur dregið saman dæmi úr öllum heimsálfum
sem gefa til kynna að hver helgiathöfn sem framkvæmd er eigi sér
guðlega fyrirmynd eða frumgerð og mikilvægustu blót hvers
trúflokks eða þjóðar séu hvarvetna endurtekning frumblóts guð-
anna, sköpunarblótsins.6 Með hliðsjón af þessu hefur mannblótið
í Semnónalundi verið nákvæm endurtekning og eftirlíking af því
er Mannus fórnaði Tvistó og gerði af honum heiminn. Lincoln
vitnar í Eliade og tekur jafnframt undir með Hammerich er hann
telur að það hafi einmitt verið þessi blóðuga eftirlíking frum-
blótsins og sundurlimun fórnarlíksins sem hafi vakið Tacitusi
sérstakan hrylling (47). Og Lincoln heldur áfram:
Hvenær sem Semnónar færðu fórn endurtóku þeir hið „ægilega upphaf"
sköpunarverksins, eins og það var kallað. Hver fórnarmaður var stað-
gengill Tvistós, Tvíburi, og var sundurlimaður á nákvæmlega sama stað
og hinn upphaflegi Tvistó birtist fyrst og var hlutaður sundur til að
4 Germanía 1928, 17-18.
5 Rudolf Simek 1993, 232-33 og tilv. rit.
6 Mircea Eliade 1974, 21-27 og tilv. rit.