Skírnir - 01.09.1999, Page 120
366
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKlRNIR
af beinunum; grjót ok urðir gerðu þeir af tönnum ok jöxlum ok af þeim
beinum er brotin váru.8
Rétt er að veita því athygli í orðum Snorra að auk þeirra beina
sem björgin voru gerð af er sérstaklega vikið að þeim beinum
Ymis „er brotin váru“.
Mannblótslýsingar í íslenskum fornritum eru sjaldnast mjög
ítarlegar og því er torvelt að benda þar á nákvæma eftirlíkingu
umrædds sköpunarblóts norrænnar goðafræði. I Kristni sögu og
Oláfs sögu Tryggvasonar enni mestu er sagt frá fyrirhuguðu
mannblóti heiðingja á Þingvöllum á kristnitökuþinginu. Blótlýs-
ingin nær þó ekki lengra en það, að sagt er að hinum verstu
mönnum hafi verið fórnað og fórnarlíkunum varpað fyrir björg
eða í gjár.9 I vísu Þorvalds veila, sem túlkuð hefur verið sem
mannsfórnarlýsing, segir að manni skuli fyrirkomið og fórnað
með því að hrinda honum fram af hömrum.10
Þær mannblótslýsingar sem hér voru raktar eru ekki ítarlegar,
en þó kemur fram í þeim öllum að fórnarmönnum skyldi varpa
fyrir björg eða hamra, hugsanlega gagngert í því skyni að brjóta
bein þeirra.
Mannblótslýsing frá Þingvöllum á Snæfellsnesi, sem greinir
frá mannblóti afkomenda og venslamanna landnámsmannsins
Þórólfs Mostrarskeggs eða Mostrarskeggja um miðja tíundu öld,
er að mörgu leyti sérstaklega athyglisverð. Mun ég nú gaumgæfa
þessa frásögn og huga að heimildargildi hennar og inntaki. Land-
námi Þórólfs og löggjafarstarfi er lýst ítarlega í báðum elstu gerð-
um Landnámabókar sem varðveist hafa, Sturlubók (S), sem skráð
var á síðari hluta þrettándu aldar, og Hauksbók (H), sem skráð
var snemma á fjórtándu öld. I Eyrbyggja sögu er mjög sviplík frá-
sögn um Þórólf.
I öllum ritunum þremur segir frá því að Þórólfur Mostrar-
skegg, mikill blótmaður og Þórsdýrkandi, hafi komið frá Noregi
og numið land að ábendingu Þórs, sett þar héraðsþing sem var
8 Snorra-Edda 1935, 25.
9 Kristni saga 1905, 39-40. Óláfs saga Tryggvasonar en mesta 1961,191-92.
10 Kristni saga 1905,23. Ólafur Lárusson 1958, 135-45.