Skírnir - 01.09.1999, Síða 121
SKÍRNIR
MANNBLÓT í SEMNÓNALUNDI
367
svo mikill helgistaður að þar skyldi ekki álfrek ganga, en Dritsker
ætlað til þeirra hluta. Eyrbyggja bætir við að ekki hafi mátt
saurga þingvöllinn með heiftarblóði. Átök urðu á þinginu eftir
andlát Þórólfs og var þar barist og féllu nokkrir menn. Þórður
gellir kom sættum á, en með því að hvorugir vildu láta af sínu
máli þá var völlurinn óheilagur af heiftarblóði, segir í S og H. Síð-
an segir í heimildunum þremur:
S
Þá var það ráð tekið að
færa brott þaðan þingit
og inn í nesið, þar sem
nú er; var þar þá helgi-
staður mikill, og þar
stendur enn Þórssteinn,
er þeir brutu þá menn
um er þeir blótuðu. Og
þar hjá er sá dómhring-
ur, er menn skyldu til
blóts dæma. Þar setti og
Þórður gellir fjórðungs-
þing með ráði allra
fjórðungsmanna.11
H
Þá var það ráð tekið að
færa brott þaðan þingið
og inn í nesit, þar sem
nú er; var þar þá helgi-
staður mikill. Þar stend-
ur enn Þórssteinn, er
þeir brutu þá menn um
er þeir blótuðu, og þar
hjá er sá dómhringur, er
þeir dæmdu menn til
blóta. Þar setti Þórður
gellir fjórðungsþing með
ráði allra fjórðungs-
manna.12
Eb
Þeir færðu þá þingið inn
í nesið, þar sem nú er
[...]. Þar sér enn dóm-
hring þann, er menn
voru dæmdir í til blóts; í
þeim hring stendur Þórs
steinn, er þeir menn
voru brotnir um, er til
blóta voru hafðir, og sér
enn blóðslitinn á steinin-
um. Var á því þingi inn
mesti helgistaður, en eigi
var mQnnum þar bannat
at ganga orna sinna.13
Þegar frásagnir Landnámu og Eyrbyggju af þinghaldi og blótum
Þórsnesinga eru bornar saman er augljóst að um rík rittengsl er
að ræða og við fyrstu sýn gæti virst álitamál hvort ritið hefði þeg-
ið af hinu. Hvað almennt heimildargildi frásagnarinnar varðar
skiptir það hins vegar meginmáli hvort hún hefur fyrst verið
skráð í Eyrbyggju um 1250 eða í frumgerð Landnámu um 1100.
Skoðanir fræðimanna um samhengi heimildanna hafa verið
skiptar. Konrad Maurer taldi að Eyrbyggja byggði á Landnáma-
bók. Björn M. Olsen taldi hins vegar að kaflinn í Landnámabók
væri ritaður eftir Eyrbyggju, en Einar Ól. Sveinsson hefur fyrir-
vara bæði um samhengi ritanna og um samhengi Landnámugerða.
Jón Jóhannesson taldi frásagnir Landnámabókar um Þórólf
11 íslenzk handrit III, 39. íslenzk fornrit I, 126.
12 íslenzk handrit III, 227. íslenzk fornrit I, 126.
13 íslenzk fomrit IV, 18.