Skírnir - 01.09.1999, Page 122
368
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
Mostrarskeggja og trú hans þangað komnar úr Eyrbyggju.
Byggði hann niðurstöður sínar einkum á þeirri kenningu að
fyrsta Landnámugerðin, ::‘Landnámabók Ara og Kolskeggs, hefði
verið knöpp og orðfá skrá um ættartölur og landsvæði, sem
Sturla Þórðarson hefði síðan aukið í efni úr Islendingasögum og
fleiri ritum. Skoðun Jóns Jóhannessonar á samhengi Landnámu-
gerða var í meginatriðum ríkjandi um langt skeið.14
Öndverð viðhorf hafa þó einnig komið fram á síðustu áratug-
um og nýjar rannsóknir hnekkt ýmsum þeim forsendum sem Jón
Jóhannesson byggði á. Nefni ég í því sambandi sérstaklega rann-
sóknir Sveinbjarnar Rafnssonar á samhengi Landnámugerða og
hugsanlegum tengslum við önnur rit.15 I ritinu Blót í norrœrmm
sib hef ég gert nánari grein fyrir gildi umræddra rannsókna og þar
vakti ég jafnframt athygli á því að grundvallarkenning Jóns
Jóhannessonar þess efnis að kaflar úr Islendingasögum hafi í stór-
um stíl verið teknir upp í síðari gerðir Landnámabókar fer í bága
við þjóðfræðirannsóknir síðari tíma. Þá leiddi ég einnig í sama riti
frekari rök að því að Melabók hafi verið stytt markvisst. Verður
því að minni hyggju ekki lengur stuðst við hana til að varpa ljósi
á *Landnámabók Ara og Kolskeggs. Leyfi ég mér að vísa til þess-
arar umræðu hér.16
I Blót í norrænum sið kannaði ég einnig nákvæmlega viðhorf
íslenskra sagnaritara til frásagna af blótminnum. Sú athugun gaf
til kynna afgerandi mun á afstöðu sagnaritara til blótfrásagna eftir
því hvenær þær voru fyrst skráðar. Frá blótum var sagt hlutlaust í
elstu ritum, Islendingabók og Landnámabók, í hinni síðarnefndu
einkum í þeim köflum sem með sterkum líkum mátti rekja til
frumgerðar Ara og Kolskeggs. Á síðari hluta tólftu aldar og á
þrettándu öld unnu íslenskir helgisagnaritarar og sagnaritarar,
Oddur Snorrason, Gunnlaugur Leifsson og Sturla Þórðarson,
markvisst að því að útrýma blótminnum úr innlendum ritum.
14 Konrad Maurer 1865, 491-92. Björn M. Ólsen 1905, 109. Einar Ól. Sveinsson í
íslenzk fornrit IV, XV-XVI. Jón Jóhannesson 1941, 90-95; 147-49. Jakob
Benediktsson í Islenzk fornrit I, LXIII o. áfr. og tilv. rit.
15 Sveinbjörn Rafnsson 1974, 75-81. Sbr. einnig Jón Hnefill Aðalsteinsson 1990,
215-16.
16 Jón Hnefill Aðalsteinsson 1997, 14-31 og tilv. rit.