Skírnir - 01.09.1999, Page 123
SKÍRNIR
MANNBLÓT í SEMNÓNALUNDI
369
Eru augljós dæmi um slíkt í Landnámabók Sturlu sem blasa við
þegar samanburður er gerður á Sturlubók og Hauksbókó7
Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið hníga sterk rök að
því að Landnámabók sé heimild Eyrbyggju um blót á Þórsnes-
þingi. Að mínu mati vega þar þyngst annars vegar hin þjóðsagna-
fræðilegu rök, að sagnamyndun Landnámabókar sé undanfari
Islendingasagna, og hins vegar mismunandi afstaða sagnaritara
12. og 13. aldar til blótminna. Þá má minna á að Haukur Erlends-
son segir nánast berum orðum að Ari hafi ritað frumgerð Land-
námabókar af umræddu svæði.18 Frásagnir af blótum og þing-
haldi á Þórsnesþingi hafa þannig, að því er best verður séð, verið
skráðar af sjálfum Ara fróða þegar um 1100, aðeins rúmri öld eft-
ir að fórnarmenn höfðu síðast verið brotnir um stein þar á þing-
inu.
„... Þórssteinn ... brutu um þá menn erþeir blótuðu “
Frásögn Landnámabókar og Eyrbyggja sögu þess efnis að fórnar-
líkin hafi verið brotin á tilteknum steini hefur ekki vakið sérstaka
athygli fræðimanna. I Islensk-enskri orðabók Cleasbys og Guð-
brands er orðalag Eyrbyggja sögu þýtt bókstaflega og athuga-
semdarlaust: „on which the men were broken",19 en Konrad
Maurer leggur aukamerkingu í sögnina að brjóta í frásögnum
Landnámabókar og Eyrbyggju og telur í henni felast að háls-
brjóta eða hryggbrjóta.20 Jan de Vries tekur undir að brjóta merki
að hryggbrjóta, en varpar fram þeirri spurningu, hvort hér sé
hugsanlega um að ræða sama fyrirbæri og þekkst hafi víða í
Þýskalandi, að berja sakamönnum við stein fyrir aftöku.21 Karl
von Amira gerði á sínum tíma athugasemd við túlkun Maurers á
17 Jón Hnefill Aðalsteinsson 1997, 21-41; 55-65 og tilv. rit.
18 íslenzk handrit III, 345.
19 Cleasby/Vigfússon 1975, 80.
20 Konrad Maurer 1855, 427 nmgr. 24: „[...] an einem eigenen Steine an der
Dingstatte das Genick des zu opfernden Menschen brechen lassen". Konrad
Maurer 1856, 197 nmgr. 32: „[...] dem Brechen des Rúckens am Opfersteine".
Sjá ennfr. Amira 1922, 115 nmgr. 5.
21 Jan de Vries 1956, 411 og tilv. rit.