Skírnir - 01.09.1999, Page 124
370
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
sögninni að brjóta. Benti hann réttilega á að athugasemd Eyr-
byggju um blóðslitinn á Þórssteininum gæfi til kynna að menn
hefðu allt fram á þrettándu öld haft hugboð um blóðugar mann-
fórnir á Þórsnesþingi og því væri trúlegt að meira hefði verið að
gert en að hryggbrjóta fórnarmennina.22
Sá skilningur Maurers að að brjóta merki að hryggbrjóta hef-
ur hins vegar orðið lífseigur hvað Eyrbyggja sögu varðar og kem-
ur víða fram í þýðingum á sögunni.23 Slíkar þýðingar eiga sér þó
enga stoð í frumtextanum, hvorki í Eyrbyggja sögu sjálfri né í
Landnámabók. Þar stendur aðeins að fórnarmennirnir hafi verið
brotnir um steininn eða á steininum.
En hvað þýðir það þá þegar sagt er að mennirnir sem blótað
var hafi verið brotnir um Þórssteininn og hvað má ætla að hafi
falist í þeim verknaði? Til svars við þessari spurningu er nærtæk-
ast að kanna fyrst merkingu sagnarinnar að brjóta í fornu máli og
líta á nokkur dæmi: brjóta fótleggi, brjóta hendur ogfœtur, brjóta
skip (stafna val, mástalls vísund) brjóta hof brjóta krossa, brjóta
heilög tákn,24 I þessum dæmum felur sögnin að brjóta ýmist í sér
merkinguna að skipta því sem brotið er í tvo hluta eða að skipta
hinu brotna í marga hluta, jafnvel brjóta í spón. I fornu máli hef-
ur brjóta þannig merkt hvorttveggja, að skipta í tvennt og að
skipta í marga hluti. Síðari merkingin kemur einnig víða fyrir í af-
leiddum myndum svo sem hoddbrjótur, baugabrjótur, menbrjót-
ur, sem haft var um gjafmilda höfðingja til forna sem brutu dýr-
gripi í marga hluta og útdeildu þeim síðan til skálda og annarra
vildarmanna sinna.25 Þannig virðist að brjóta öllu fremur merkja
að skipta í marga hluta, mörg brot, þegar sögnin er notuð án
nokkurrar sérstakrar skýringar.
I ljósi þessa virðist mér eðlilegast að skilja frásögn Landnáma-
bókar og Eyrbyggja sögu af mannblótunum á Þórsnesþingi
þannig að fórnarmennirnir hafi verið marg-beinbrotnir á Þórs-
22 Karl von Amira 1922, 115.
23 Islándska Sagor 1980, 19. Die Saga von den Leuten auf Eyr 1999, 26. The
Saga of the People of Eyri, 138.
24 Cleasby/Vigfússon 1975, 80: Lexicon Poeticum 1966, 65-66.
25 Lexicon Poeticum 166, 65-66 o. v.