Skírnir - 01.09.1999, Page 126
372
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
En hvers vegna hneykslast Ari fróði ekki á blóðugum mann-
blótum Þórólfs Mostrarskeggs og Þórðar gellis? Hvað veldur því
að Ari, kristinn prestur, er svo miklu umburðarlyndari en heiðni
sagnaritarinn Tacitus? Svarið við þessu er tvíþætt. Annars vegar
byggist þessi hlutlausa og jafnvel jákvæða afstaða Ara fróða til
mannblóta Þórólfs Mostrarskeggs og Þórðar gellis á því með
hverjum hætti Islendingar snerust frá heiðni til kristni. Það voru
heiðnu goðarnir í lögréttu sem tóku sjálfviljugir þá ákvörðun að
landsmenn skyldu verða kristnir, en þeirri ákvörðun fylgdi fyrst í
stað engin sérstök fordæming á hinum eldri sið.27 Því voru sögu-
legir viðburðir úr heiðni lengi vel varðveittir og skráðir á bókfell
fordómalaust, einnig frásagnir af trú og helgisiðum. Sagnaritarar
elleftu aldar og fyrri hluta hinnar tólftu fordæmdu ekki þá menn
sem höfðu lifað og dáið í heiðni hér á landi, jafnvel fráhverfingar
hlutu náð fyrir augum þeirra.28 Hvað varðar mannblót Þórðar
gellis sérstaklega, þá er rétt að minna á að Ari var afkomandi
Þórðar. Sonur Þórðar var Eyjólfur grái, faðir Þorkels, föður Gell-
is, föður Þorgils, föður Ara.29 Skyldleiki Ara fróða og Þórðar er
að sjálfsögðu viðbótarröksemd fyrir því sem fyrr var fram haldið,
að Eyrbyggja saga byggi sína frásögn á Landnámabók og það
hafi enginn annar verið en Ari fróði sem fyrstur ritaði frásagnir af
blótum Þórólfs Mostrarskeggs og Þórðar gellis.
Bruce Lincoln heldur því fram með traustum rökum að frá-
sögn Tacitusar af blóti Semnóna sé elsta, haldbesta og ítarlegasta
heimild sem fyrirfinnist um norður-evrópskt blót fyrir kristni-
töku. Hann gerir þá aðeins ráð fyrir Eyrbyggja sögu sem heimild
um blót þeirra Þórólfs Mostrarskeggs og Þórðar gellis og fylgir
þar hefðbundnum niðurstöðum fræðimanna sem ríkjandi hafa
verið á síðustu áratugum. Landnámabók nefnir hann ekki.30 Að
sjálfsögðu er hægt að taka heils hugar undir orð Lincolns um
traust heimildargildi frásagnar Tacitusar af mannblóti Semnóna.
En ég vil leyfa mér, í ljósi þess sem hér hefur verið rakið, að halda
27 Jón Hnefill Aðalsteinsson 1978, 133-35.
28 Jón Hnefill Aðalsteinsson 1997, 40-41.
29 Islenzk fornrit I, ættartala IXb. Hvammverjar.
30 Bruce Lincoln 1986, 46, nmgr. 20.