Skírnir - 01.09.1999, Page 127
SKÍRNIR
MANNBLÓT í SEMNÓNALUNDI
373
því fram að frásögn Landndmabókar af mannblótum Þórólfs
Mostrarskeggs og Þórðar gellis sé einnig mjög traust heimild um
mannblót fyrir kristnitöku og ekki öllu síðri. Hitt er engu síður
mikilvægt, að þessar tvær traustu frásagnir styðja hvor aðra.
Mannblótið í helgum lundi Semnóna var framið til almenn-
ingsheilla og blótað var til þess guðs sem öllu ræður, eða guðs
allsvaldanda, eins og hann hefur líka verið nefndur á íslensku.
Ymsum getum hefur verið að því leitt hver norrænna guða sam-
svari guði allsvaldandi hjá Semnónum. Flestir hinna eldri fræði-
manna töldu að það væri Týr, en Óðinn hefur einnig verið nefnd-
ur.31 Sérstaka athygli vekur þó að mannblót Semnóna var ekki
tengt hernaði sérstaklega.
Raunin er hin sama hvað mannblót Þórsnesinga varðar. Það
tengist ekki hernaði og virðist einvörðungu hafa verið framið í
friðsamlegu augnamiði og til almenningsheilla. I Landnámabók
er Þórólfur Mostrarskegg sagður hafa verið blótmaður mikill og
trúað á Þór. Þór hefur að öllum líkindum verið sá guðanna sem
Þórólfur setti traust sitt á í ferðinni yfir hafið og það hefur verið
líkleg kveikja að lifandi sögnum um Þórsdýrkun hans. Hér má
minna á sögnina um Helga magra sem trúði á Krist, en hét á Þór
til sjófara og harðræða.32 Sonarsonur Þórólfs, Þorgrímur goði
Þorsteinsson, er hins vegar, samkvæmt traustum heimildum,
sagður hafa blótað Frey.33 Það er því engan veginn sjálfgefið að
Þórólfur Mostrarskegg hafi blótað Þór einan á hinu fyrsta Þórs-
nesþingi, og enn síður gefið að Þórður gellir hafi aðeins blótað
Þór í því sköpunarblóti sem hann framdi við stofnun fjórðungs-
þings. Þessi ályktun er í engu ósamræmi við það sem segir um
Þórssteininn í heimildunum, því að eðlilegt var að gera ráð fyrir
því að Þór ætti hlut að því að brjóta bein fórnarmanna í krafti afls
síns og verkfæris. Fremsti guð laga og réttar í íslenska þjóðveld-
inu var á hinn bóginn Freyr og hann er nefndur fyrstur í
31 Vries 1957, 33, nmgr. 4 og tilv. rit; 34, nmgr. 5, þar sem niðurstaða
Hammerichs um blót Semnóna er dregin í efa. Sbr. einnig Jón Hnefill
Aðalsteinsson 1997, 175-81 og tilv. rit.
32 íslenzk fornrit I, 250; 253.
33 íslenzk fornrit VI 1943, 50. Jón Hnefill Aðalsteinsson 1998, 95-101.