Skírnir - 01.09.1999, Page 132
378
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
Historia regum Britannie, Sögu konunga Bretlands, eftir Goðfreð
frá Monmouth. Latneska sagan er talin samin á árabilinu 1130-
1138 og höfundur hennar er oft talinn hafa dáið árið 1154.1
Merlínusspá er íslensk þýðing á hinum latnesku Prophetie
Merlini, Spádómum Merlínusar, sem einnig eru felldir inn í hina
latnesku frumgerð Breta sagna. Ljóst er að spádómarnir hafa ver-
ið samdir áður en latneska sagan var fullgerð. Þeir hafa sérstakan
tileinkunarformála þar sem þeir eru sagðir þýddir á latínu af
Goðfreði, að beiðni Alexanders biskups í Lincoln á Englandi (d.
1148).2 Spádómar Merlínusar eru frægasta spádómsrit evrópskra
miðalda og eitt hið glæsilegasta. Þeir eru lagðir í munn Merlínusi
spámanni, sem samkvæmt Breta sögum á að hafa rakið þá fyrir
Vortigernusi Bretakonungi einhvern tíma um miðja 5. öld. I spá-
dómunum er lýst ýmsum atburðum sem óorðnir eru á sögutíma
Breta sagna. Merlínus virðist t.d. látinn segja fyrir um komu
Artúrs konungs (villigölturinn frá Cornwall, sbr. Merlínusspá II,
24) og frægð hans. En allt er þetta mjög torskilið og talað í myrk-
um táknum og myndum.
Sé leitað raunverulegra atburða úr samtíð Goðfreðs sjálfs í
spádómunum, þ.e. spádóma af atburði (vaticinia ex eventu), þá
eru menn á eitt sáttir um að einn yngsti samtímaatburður sem
getið er í spádómunum sé drukknun Vilhjálms krónprins af
Englandi, sonar Hinriks I, árið 1120 (hvolpar ljónsins munu
breytast í sjávarfiska, sbr. Merlínusspá II, 52).3 Nær höfundi í
tíma hafa menn ekki treyst sér til að komast í þessu moldviðri
óljósra tákna og hálfsagðra staðhæfinga. Eru þá eftir um fjórir
fimmtu hlutar spádómanna. Þeir eru samsetningur sem ógerning-
ur er að ráða í með tilliti til raunverulegra atburða, orðaflaumur
tákna og stórmerkja sem enginn sögulegur botn virðist í.
1 Gransden (1974) 201 með tilvísunum og Wright í The Historia Regum
Britannie (1984) ix-xvi.
2 The Historia Regum Britannie (1984) x-xi. Hér verða ekki raktar ýtarlega
rannsóknir fræðimanna á Spádómum Merlínusar og heimildum þeirra. Vísa
má í eitt skipti fyrir öll í hið mikla verk J. S. P. Tatlocks, The Legendary Hi-
story of Britain (1950). Enn fremur skal bent á rannsóknir og útgáfur N.
Wrights og J. C. Cricks á Historia regum Britannie eftir Goðfreð frá Mon-
mouth, I-V (1984-91).
3 Tatlock (1950) 403.