Skírnir - 01.09.1999, Side 133
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ í SÖGULEGU SAMHENGI 379
En söguleg vera spádómanna er margbrotnari en svo að þar
verði einungis leitað endurspeglunar atburða á sögutíma Breta
sagna eða í samtíma höfundar (vaticinia ex eventu). A þeim er
handbragð höfundarins Goðfreðs frá Monmouth, sem var enskur
12. aldar maður, og í þeim hefur hann fólgið menntun sína og
hneigðir. Spádómana má þannig skoða sem sögulega leif frá 12.
öld. Síðan má rekja almennt baksvið eða forsendur ritverks á
borð við spásögurnar í fyrri ritum, kveikjurnar sem verða til þess
að verkið verður til og ber tiltekin einkenni, og athuga hneigðir
eða afstöðu spásagnanna til tiltekinna atriða. Allt varpar þetta
ljósi á höfundinn, skýrir verkið og er vitnisburður um sögulega
veru hvors tveggja. Þessar aðferðir eru í anda sígildrar sögulegrar
heimildagagnrýni.
Meginhneigð spádómanna er samúð með málstað Breta, sem
táknaðir eru með rauðum dreka, og andúð á Söxum, sem táknaðir
eru með hvítum dreka. Hvergi er hallað á hina normönnsku kon-
unga og yfirstétt í samtíma höfundar, þvert á móti. I lok spá-
dómanna er því lýst þegar gangur himintunglanna ruglast. Þau
stórmerki virðast boða heimsslit þótt það sé hvergi sagt berum
orðum. Fyrir meira en öld var bent á að Goðfreður hefði tekið
upp í þessa lýsingu á himintunglunum atriði úr Pharsalia, hinu
fræga kvæði rómverska skáldsins Lucanusar. Það kvæði var mik-
ið lesið á miðöldum. Raunar má merkja áhrif frá Lucanusi víðar í
spádómunum. Bendir það aftur til klassískrar rómverskrar forn-
aldar Stóumanna, til höfunda á borð við Ciceró, Seneku, Lucanus
og Epiktetus, sem gerðu ráð fyrir endalokum heimsins í miklum
heimsbruna eða eldi. Þannig eru rit klassískrar fornaldar ein af
forsendum Spádóma Merlínusar.
Þá hefur verið bent á hve mikil stílfræðileg líkindi séu með
spádómunum og ýmsum bókum Biblíunnar, þar á meðal Ijóða
Gamla testamentisins, ekki síst Saltarans, sem allir klerkar á mið-
öldum voru virkir að. Táknmál spádómanna sé auk þess tekið eft-
ir spádómsbókum Biblíunnar, t.d. Esekíel, Daníel og Opinberun
Jóhannesar. Rit Biblíunnar eru því líka ein af forsendum Spá-
dóma Merlínusar.
Spádómsrit kristinnar fornaldar og miðalda hafa einnig haft
áhrif á gerð Spádóma Merlínusar. Nefndar hafa verið gyðinglegar