Skírnir - 01.09.1999, Page 134
380
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
og kristnar sibylluspásögur frá 2. og 3. öld og þaðan af yngri
('Oracula Sibyllina), og ýmsar yngri sibylluspásögur miðalda.
Tatlock segir frá írskum og velskum spásögum sem til voru á
miðöldum og kunna að vera meðal almennra forsendna Spádóma
Merlínusar. Þá nefnir hann einnig Opinberunarbók Tómasar
(Apocalypsis Thomae) sem þekkt hafi verið á miðöldum.4
I ljósi nýrri rannsókna virðast Tómasaropinberun þessi og
Filippusaropinberun, hvort tveggja kristnar apókrýfur, vera með-
al heimilda lítils latínurits sem til varð ekki síðar en á 12. öld og
fjallaði um fimmtán tákn fyrir dómsdag. Það var kennt heilögum
Flíerónymusi og barst víða á miðöldum.5 Ritið er til í nokkrum
íslenskum gerðum og kallast í handritum „Af dómadags undr-
um“.6 7 I því riti eru nokkur atriði sem einnig eru í Spádómum
Merlínusar, svo sem vatnagangur, veðragangur, blóðug dögg,
steinabrot, himintunglafall og einkennileg hegðun fiska, sæ-
skrímsla og fugla áður en dómsdagur rennur upp.
Tatlock hefur bent á að í Spádómum Merlínusar gæti siðferði-
legrar hneykslunar í sambandi við kynhegðun, óskírlífar konur
og klerka, sem ekki er sjáanleg í texta sjálfra Breta sagna/ Tatlock
skýrir þetta ekki frekar. Einföld skýring liggur þó beint við því
að spádómarnir voru upphaflega tileinkaðir biskupnum í Lincoln
en sögurnar í heild tileinkaðar veraldlegum höfðingjum konung-
bornum. Hér endurspeglast því ólík viðhorf andlegra og verald-
legra stétta á ritunartíma Breta sagna, átök um reglur um samgang
kynjanna, sem voru mjög ofarlega á baugi á dögum höfundar.
Þessi kirkjulega siðferðilegi undirtónn spádómanna hafði mikil
áhrif í hinni íslensku þýðingu þeirra, eins og síðar mun komið að.
4 Tatlock (1950) 407, nmgr. 17.
5 Heist(1952).
6 Alfrxði I (1908) 59-60, með tilvísunum í önnur handrit. Þessi yfirskrift er úr
Arnarbælisbók, AM 135 4to. Fimmtán tákn fyrir dómsdag eru einnig í ungri
íslenskri gerð í ÍB 186 4to, 102-105. Sjá einnig Odenius (1977) 138-40.
7 Tatlock (1950) 416.