Skírnir - 01.09.1999, Síða 138
384
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
umfram það sem áður er á minnst? Kvæðin eru mislöng. Þar er
misjafnlega vel fylgt latneska frumtextanum og hleypt er úr honum á
ákveðnum stöðum. Bæði eru kvæðin að hluta frumkveðin en ekki
þýdd. Athyglisvert er að bygging þeirra er lík, þau hafa bæði nokk-
urs konar formála og frumkveðinn eftirmála þar sem þýðandinn,
Gunnlaugur Leifsson, kemur fram í eigin persónu. Um miðbik
beggja kvæðanna er orrustulýsing eða vopnabrakslýsing, svo sem til
skrauts, nokkurs konar intermezzo eða skrautfylling, og mun það
vera frumkveðið. Minna þessar orrustulýsingar mjög á kvæðið Höf-
uðlausn í Egils sögu og hefur verið á það bent.17
Taka má saman yfirlit yfir fjölda ljóðlína, vísna, byggingu og
heimildir Merlínusspárkvæðanna:
Merlínusspá I
Ljóðlínur Vísur Efni
32 4 Formáli, frumkveðinn.
246 28 Þýðing á Prophetie Merlini c. 116, 31-42.
40 4 Orrustulýsing, frumkveðin.
206 25 Þýðing á Prophetie Merlini c. 116-17, 42-46, 53, 71-74.
56 7 Eftirmáli, frumkveðinn.
Alls 580 68
Merlínusspá II
Ljódlínur Vísur Efni
170 20 Formáli, þýðing á Historia regum Britannie c. 105, 106, 108, 111.
388 44 Þýðing á Prophetie Merlini c. 112-15,1-20.
46 5 Orrustulýsing, frumkveðin.
194 23 Þýðing á Prophetie Merlini c. 115-16, 20-30.
120 11 Eftirmáli, frumkveðinn.
Alls 918 103
Merlínusspá I er einungis þýdd úr hluta af síðasta kafla
Prophetie Merlini í Breta sögum.18 Merlínusspá II er hins vegar
17 Jón Helgason (1969) 172-73.
18 Nánar tiltekið svona:
Prophetie Merlini 116(31-46) = Merlínusspá I, 5-32 og 37-47.