Skírnir - 01.09.1999, Síða 139
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ 1SÖGULEGU SAMHENGI 385
þýdd bæði úr nokkrum köflum Historia regum Britannie, þ.e.
Breta sagna sjálfra, og úr fyrri hluta Prophetie Merlini sem er
meginbálkur þýðingarinnar.19 Efnið úr Historia regum Britannie
verður þar nokkurs konar aðdragandi að fyrri hluta spádómanna.
Nú skal vikið nánar að einstökum atriðum. I Merlínusspá I er
stuttur fjögurra vísna inngangur (I, 1-4) eftir þýðandann. Þar
ávarpar hann lesandann og kynnir hinn kristna spámann Merlín-
us sem sagði mönnum marga myrka spádóma sem ráða verði í af
skýru kvæði. Ekki er sagt nákvæmlega fyrir hverjum spádómarn-
ir voru raktir né hvenær og ekki heldur hverja spádómarnir
varða. Verður varla stokkið jafn augljóslega „in medias res“. Ur
þessum annmarka er rækilega bætt í Merlínusspá IL Þar er tutt-
ugu vísna inngangur (II, 1-20), dreginn saman úr nokkrum köfl-
um Breta sagna. í honum greinir frá breska konunginum Vorti-
gernusi, baráttu Breta við Saxa, turnsmíði konungs og erfiðleik-
um við hana, tilkomu spámannsins Ambrósíusar Merlínusar,
spám hans um húsgrunninn og ráðum þar að lútandi, framkvæmd
konungs og uppfylling spádómanna um grunninn, baráttu rauða
og hvíta drekans í grunninum, bón konungs um að Merlínus segi
hvað baráttan tákni og gráti Merlínusar þegar hann sér fyrir
óorðna hluti.20 Með 21. vísu hefst svo hin eiginlega Merlínusspá,
Prophetie Merlini.
Prophetie Merlini 116(53) = Merlínusspá I, 48-49 og 54-55.
Prophetie Merlini 116(71)-117(74) = Merlínusspá I, 56-61.
Frumort virðist í Merlínusspá I, 1-4, 33-36, 50-53, 57, 1-4 og 61, 5-68.
19 Nánar tiltekið svona:
Historia regum Britannie 105 = Merlínusspá II, 1-5.
Historia regum Britannie 106 = Merlínusspá II, 6-8.
Historia regum Britannie 108 = Merlínusspá II, 9-14, 4.
Historia regum Britannie 111 = Merlínusspá II, 14, 5-20.
Prophetie Merlini 112(1)-114(13) = Merlínusspá II, 21-54.
Prophetie Merlini 114(15-20) = Merlínusspá II, 55-64 og 68, 7-8.
Prophetie Merlini 114(20)-116(30) = Merlínusspá II, 70-79, 5 og 80-92.
Frumort virðist í Merlínusspá II, 51, 7-8; 65-69 (nema 68, 7-8); 79, 6-10 og 93-
103. Þessi efnismeðferð Merlínusspár II sýnir svo að ekki verður um villst að
Historia regum Britannie hefur verið í höndum þýðandans, Gunnlaugs Leifs-
sonar. Á það hefur verið bent áður, en með öðrum rökum, sjá Sölvi Eysteins-
son (1953-1957).
20 Spámenn Biblíunnar og Kristur grétu þegar þeir sáu fyrir óorðna hluti, einnig
Gestur Oddleifsson í Laxdælu þegar hann sá fyrir örlög Kjartans og Bolla.