Skírnir - 01.09.1999, Page 142
388
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
vart orðið til þess að farið var að þýða þetta spádómsefni á ís-
lensku og snúa í kvæði.
Næst skal sjónum beint að úrfellingum þýðandans miðað við
latneska frumtextann. Sérstaklega verður að benda á að í Merlín-
usspá I, 48-49 og 54-55 er einungis stuðst við stuttan latínutexta,
um þrjár línur í nútímaútgáfum (116)(53), en þýðandinn gerist
þar hinn mælskasti og breiðir úr sér svo um munar. Hann sleppir
geysimiklu efni úr frumtextanum, bæði á undan og eftir þessum
vísum, en skýtur hins vegar inn á meðal þeirra fjórum vísum
frumortum, Merlínusspá I, 50-53. Umræðuefnið í vísunum sem
styðjast við latínulínurnar er einkum kynhegðun manna, konur
eru teknar til sameignar, hór tíðkast og sifjaslit og menn lifa
fénaðarlífi. Þegar þýðandinn tekur næst niður í frumtextann í
Merlínusspá I, 56 er talað um fégræðgi og ofdrykkju í samræmi
við frumtextann (116)(71), en þýðandinn getur ekki setið á sér að
minnast á hold og danska drótt þótt um hvorugt sé talað í frum-
textanum. „Lifir hin danska drótt að holdi,“ er í Merlínusspá I,
57. Fénaðarlíf manna í spádómunum á sér hliðstæðu í átölum
erkibiskups til Islendinga frá um 1180, þar sem talað er um að ís-
lendingar lifi búfjárlífi.25 í sömu veru er barátta Þorláks biskups
Þórhallssonar (1178-1193) vegna kvennamála íslenskra höfðingja.
Gunnlaugur Leifsson, þýðandi Merlínusspár og aðdáandi Þorláks
biskups, er í vísum þessum að benda sérstaklega á eitt helsta bar-
áttumál kirkjunnar á íslandi á ofanverðri 12. öld.
Lykillinn að tilefni þessarar þýðingar er að öllum líkindum
fólginn í þessum síðustu vísum Merlínusspár I. Frá og með 49.
vísu fer þýðandinn að túlka spádómana meira en áður í kvæðinu
og leggja út af þeim siðferðilega. Jafnframt velur hann úr þeim þá
lesti sem hann kýs að benda sérstaklega á í þýðingunni en sleppir
fjölmörgu sem stendur í frumtexta. Hann kennir lestina við Dani,
„hin danska drótt“ segir í 57. vísu en stendur hvergi í frumtexta,
og með því er auðvitað látið í það skína að spádómarnir eigi
einnig við Islendinga.
25 Diplomatarium Islandicum I (1857-1876) 262.