Skírnir - 01.09.1999, Page 143
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ 1SÖGULEGU SAMHENGI 389
Með Merlínusspá I, 61 er lokið við spádómana í latnesku
frumgerðinni. I þeirri vísu koma í lokin fram heimsslit, mennirnir
eiga að rísa upp eða hverfa af jörðinni, en um það er hvergi talað í
frumgerðinni. Textarnir á latínu og íslensku líta þannig út:
(117)(74); _ 1,61:
In ictu radii Geisar geimi
exurgent equora gengur hann upp í loft [...]
et puluis ueterum mun hin forna mold
renouabitur. af firum verða.
I, 60:
Confligent uenti [...] beriast vindar
diro sufflamine þau eru veður mikil
et sonitum og hljóm gera
inter sidera meðal himintungla.
conficient.
Svo virðist sem þýðandinn hafi ekki lesið „renouabitur" (er end-
urnýjuð) í forriti sínu heldur „remouebitur" (er fjarlægð), og nið-
urstaðan orðið heimsslitavísa, þar sem mennirnir eru fjarlægðir og
þeim eytt af jörðinni. Þannig vill Jón Sigurðsson skilja vísuna.26
Með því að gera ráð fyrir misritun af í stað at (mun hin forna
mold at firum verða) má þó telja að þýðandinn hafi lesið „renou-
abitur", en eigi að síður er þá gert ráð fyrir heimsslitum, þ.e. upp-
risu manna á dómsdegi, sem ekki kemur fram svo skýrt sé í lat-
neska forritinu. Þessir túlkunarkostir, hvor sem heldur er valinn,
skýra hvers vegna röðinni á efni frumtextans er breytt í þýðing-
unni, barátta vindanna er höfð í 60. vísu og flutt fram fyrir eyð-
ingu eða upprisu mannanna í 61. vísu, eins og sjá má hér að ofan.
Næstu tvær vísur, Merlínusspá I, 62-63, eru frumkveðin
greinargerð þýðandans fyrir þýðingunni, hann segist hafa sleppt
mörgu og hvetur menn til að nýta sér spárnar til varnaðar. Fimm
næstu vísur, Merlínusspá I, 64-68, lokavísurnar, eru hvatning til
26 Annaler 1849, 37: „den ældgamle Jord for Mennesker blottes.'