Skírnir - 01.09.1999, Page 144
390
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKlRNIR
lesandans að vera grandvar, sjá við synd, gleðjast í góðum hug,
ástunda góðverk og iðka bænahald. Rennur kvæðið í lokin út í
fyrirbæn (apprecatio) fyrir „þessu mengi“ sem virðist vera lesend-
ur eða áheyrendur kvæðisins.27
Með þessu er boðskapur og hneigð Merlínusspár I ljós: menn
skulu óttast guð og þau siðferðilegu ósköp og hamfarir í náttúr-
unni, sem hann lætur yfir ganga vegna synda mannanna, og
ástunda kristilegt líferni. Aðalatriðið virðist að boða danskri
drótt bætta siðu þegar yfir dynja váleg merki til áminningar af
hálfu guðs. Af þessu sést að þýðingin virðist vera innlegg í ein-
hvers konar siðvæðingarbaráttu kirkjunnar á Islandi á ofanverðri
12. öld.
Síðara kvæðið, Merlínusspá II, er allt öðruvísi að upphafi en
fyrra kvæðið. I því er ýtarlegur sögulegur inngangur eða aðdrag-
andi spádómanna rakinn og síðan hefjast spádómarnir með
Merlínusspá II, 21. Latnesku frumgerðinni er allvel fylgt, þó
hleypir þýðingin úr nokkru efni á tveimur stöðum, milli vísna 54
og 55, og 55 og 56. Ekki eru eins feiknarleg alheimsundur í þessu
kvæði og hinu fyrra. Með vísu 92 er lokið við að rekja spádóma
latnesku frumgerðarinnar. Eftir það er kvæðið frumkveðið, og frá
og með vísu 95 upphefst málsvörn fyrir spámannabækur. Merlín-
us geri sem framsýnna sé háttur og fyrri spámanna (vísur 95-96).
Það sé ekki vitleysa þótt hann gefi mönnum heiti viða, vatna eða
veðra, eða alls konar orma og dýra, eðli slíkra sköpunarverka
tákni kosti eða galla manna (vísa 97). Bent er á Biblíuna, dýrin í
draumum Daníels spámanns, sem tákni konungsríki, minnt er á
hvernig sálmaskáldið Davíð konungur segi fjöll og skóga fagna,
ár klappa saman lófum og dali syngja, og menn eru varaðir við að
hæðast að spádómum (vísur 98-100.) Þá eru menn hvattir til að
bera spádómana saman við nýorðna atburði (vísa 101) og bent á
enska pólitík samtímans (vísa 102). Lokavísan, Merlínusspá II,
103, er fyrirbæn (apprecatio).
27 Hér verður að geta þess sérstaklega að á eftir lokaorðum kvæðisins í Hauks-
bók stendur orðið „amen“, Hauksbók (1892-96) 283. Það undirstrikar klerk-
legan blæ kvæðisins og varpar ljósi á skilning manna á því á miðöldum. Orð-
inu er sleppt í útgáfum þeirra Jóns Sigurðssonar og Finns Jónssonar.