Skírnir - 01.09.1999, Page 147
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ1 SÖGULEGU SAMHENGI 393
Heilu gerðirnar tvær eru að miklu leyti samhljóða í upphafi
kvæðisins, þ.e. um sköpunarsögu heimsins og örlög mannanna,
og í niðurlagi kvæðisins, þ.e. um eyðingu jarðar í eldi og upp-
komu hennar öðru sinni, með ósánum ökrum og dyggum drótt-
um, þar til hún sökkvist að nýju.
Kvæðið er skreytt þremur stefjum sem líta verður á sem órjúf-
andi hluta þess. Eitt stefjanna er heil vísa en það er mjög fátítt í ís-
lenskum kveðskap frá miðöldum. Stefin eru hin sömu í báðum
gerðum kvæðisins og er athyglisvert að þau koma sextán sinnum
fyrir í hvorri gerð, en hvert stefjanna þó misoft eftir gerðum.
Konungsbók Hauksbók
1. stef, hálf vísa: Þá gengu regin öll ... 4 4
2. stef, ein hending: Vitu þér enn eða hvað 9 7
3. stef, heil vísa: Geyr nú garmur mjög ... 3 5
Alls 16 16
Stefjabálkar, þ.e. kvæðistexti frá einu stefi til annars, fyrir utan
upphaf og endi (slæmur) kvæðisins, eru mismargir í hvorri gerð. I
Hauksbók eru stefjabálkar tólf en í Konungsbók fimmtán. Skýr-
ingin á þessum mismun, þrátt fyrir sömu stefjatölu í báðum gerð-
um, er sú að á þremur stöðum í Hauksbók er tveimur stefjum í
kvæðinu skipað saman án millibils (Vitu þér enn eða hvað? Geyr
nú garmur mjög ...). Er sú skipan í miðkafla kvæðisins í Hauks-
bók.
Um miðbik kvæðisins greinir gerðirnar nokkuð á. Mesti mun-
urinn er sá að Hauksbók hefur ekki alllangan kafla sem Kon-
ungsbók hefur milli þriggja stefja, þ.e. í tveimur stefjabálkum
(Konungsbók bls. 2, línu 25 - bls. 3, línu 8).
Draga má saman nokkur aðalatriði um hvað er líkt og ólíkt
með hinum tveimur gerðum Völuspár, Konungsbók og Hauks-
bók. Gerðirnar eru helst ólíkar um miðbik kvæðisins, meðal ann-
ars í þessu:
1. Röð vísna er ólík.
2. Röð og tíðni stefja er ólík.
3. Meira efni er í Konungsbók, um 8 vísur.
4. Orðalag í tveimur síðustu vísunum er talsvert ólíkt.