Skírnir - 01.09.1999, Page 149
SKÍRNIR MERLlNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ í SÖGULEGU SAMHENGI 395
sem bæði er í Konungsbók og Hauksbók, þar sem stendur m.a.:
„Þá kemur Hlínar harmur annar fram.“ Margir fræðimenn telja
að fyrsti eða fyrri harmur Hlínar sé í kvæðistexta þeim sem Kon-
ungsbók hefur umfram Hauksbók. Ef svo er verður að skýra
hvers vegna þann harminn vantar í Hauksbók. Því skal þó ekki
hafnað að menn hafi fyrrum hugsað sér eitthvert samhengi milli
efnis stefjabálkanna, persónur og hlutir virðast hin sömu í nokkr-
um þeirra, t.d. Óðinn, horn Heimdallar, Niðhöggur og ef til vill
fleira, en mjög óljóst er talað eins og við á í spádómum, sbr.
Merlínusspá.
Hinar óljósu ábendingar og daufu líkindi eru einmitt eitt ein-
kenni spádóma og spásagna af þessu tagi. Með því er reynt að
gæla við mannlega huglægni, að laða fram getgátur og tengsl
óskyldra eða hálfskyldra atriða í huga manna og leiða hugsun
þeirra á refilstigu og blindgötur í völundarhúsi véfréttar. Um
Völuspá á Islandi gildir hið sama og sagt var um Merlínusspá á
Englandi: „Sú spá hefur oft síðan af hinum vitrustu mönnum [...]
rannsökuð verið og finnst æ nokkuð þess í er miklum rökum
þykir sæta.“32
Snorri Sturluson er einn „af hinum vitrustu mönnum“ sem
rannsakað hefur Völuspá. Hin kankvísa og glæsilega framsetning
hans í Gylfaginningu sýnir að hann skilur til hlítar þá bragðvísi
sem beitt er í spádómum til sjónhverfinga, hálfsannleiks, tví-
bentra fullyrðinga og annarra bellibragða. í Gylfaginningu notar
Snorri Völuspá sem heimild. Sú gerð sem hann styðst við hefur
hvorki verið nákvæmlega eins og Völuspá í Konungsbók né
Völuspá í Hauksbók en samt afar lík þeim gerðum. Meðferð
Snorra á Völuspá sýnir, svo að ekki verður um villst, að hann hef-
ur ekki litið á miðbik kvæðisins sem eitt frásagnarsamhengi held-
ur fremur sem safn atriða eða fróðleiks sem hefur verið nokkuð
sundurlaust, alveg eins og heilu gerðirnar sem varðveittar eru nú
gefa helst tilefni til að álykta. Allar tilraunir fræðimanna á 19. og
20. öld til að búa til samhangandi heildarmynd eða samhengi úr
misjafnlega samsettum stefjabálkum um miðbik Völuspár eru til
marks um gagnrýnisleysi og sýna hve mannleg huglægni verður
32 Annaler 1849,13.