Skírnir - 01.09.1999, Page 150
396
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
auðveldlega afvegaleidd og dregin á tálar með þeirri aðferð sem
beitt er í kvæðinu. Efni Völuspár er, hefur verið og verður ráð-
gáta og hlýði menn kalli kvæðisins og ganga inn í heim þess með
huglægni sína eina til að túlka það, þá er það vís vegur til alls
kyns misskilnings og blekkinga.
Hér að framan hefur verið drepið á nokkur hlutlæg atriði
varðandi Völuspá eins og hún birtist okkur, varðveislu hennar,
uppbyggingu og formeinkenni. Völuspá er sögulegt fyrirbæri að
mati þess sem hér ritar. I kvæðinu er að vísu með bragðvísi reynt
að skjóta því að sumu leyti undan allri sögu og sagnfræði. Þegar
greint er frá upphafi og enda heimsins í kvæðinu verður engu lík-
ara en sá sem þar mælir sé hafinn yfir alla sögu og sögulegan tíma,
hann greini þar frá því litla broti eða sértilviki af eilífðinni og
sannleikanum, sem er sögulegur tími heimsins. Þetta eru efnistök
sem eiga sér kristna guðfræði að forsendu. Samhengisleysið um
miðbik verksins ljær því ekki síður þennan svip fjarlægðar frá öll-
um sögulegum veruleika.
IV. Úr rannsóknasögu Völuspár á 17. öld
Völuspá var fyrst gefin út í heild á prenti (editio princeps) í Kaup-
mannahöfn 1665. Með útgáfunni fylgdi latnesk þýðing á kvæðinu
(Vaticinum Volæ) eftir Stefán Ólafsson frá 1644 ásamt skýringum
eftir Guðmund Andrésson frá 1650-1654.33 Þessi útgáfa var barn
síns tíma og hún hefur verið gagnrýnd bæði með réttu og röngu.
Hér skulu aðeins tíunduð fáein athyglisverð atriði í þessari út-
gáfu, en hún hefur verið sniðgengin um langan tíma í rannsókna-
sögu Völuspár.
I latnesku þýðingunni er kvæðið á einum stað talið mjög líkt
Umbreytingum Ovidíusar (Metam. I, 144) og mun sú athuga-
semd vera eftir Stefán Ólafsson.34 í skýringum Guðmundar
33 Þessi útgáfa hefur nú verið ljósprentuð og fylgir ýtarlegur inngangur eftir A.
Faulkes, Edda Islandorum (1977).
34 Edda Islandorum (1977) Voluspa B3r, Edda Islandorum h3v, sjá formála
Faulkes 84-85. Raunar vitnar Guðmundur Andrésson í sama stað í Ovidíusi í
riti sínu Discursus oppositivus gegn Stóradómi sem hann samdi á árunum
1647-1648, sjá Guðmundur Andrésson (1948) 29, sbr. skýringar Jakobs Bene-