Skírnir - 01.09.1999, Page 151
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ1SÖGULEGU SAMHENGI 397
Andréssonar er einnig vitnað til fornaldarrita, einkum eru það
Umbreytingar Ovidíusar (Metam. I, 192 og áfram og I, 32), en
auk þess rit eftir Seneku (Tyestes 446), bæði vegna líkinda (simi-
lia) við kvæðið og til útskýringa.35 Guðmundur kallar Völuspá
Versus Sibyllinus á latínu og telur að völvan í Völuspá sé Sibylla
Erythræa frá Asíu sem Hinrik Decimator greini frá úr fornaldar-
ritum.36 Lítið hefur farið fyrir þessum athugasemdum Stefáns
Ólafssonar og Guðmundar Andréssonar um Ovidíus og sibyllu-
fræði fornaldar í síðari ritum um Völuspá. Hafi Stefán Ólafsson
verið hinn fyrsti á síðari öldum sem tengdi Völuspá við verk
Ovidíusar svo séð verði, þá er Guðmundur Andrésson hinn fyrsti
sem tengdi Völuspá við sibyllufræði fornaldar.
Sibyllufræði fornaldar tóku miðaldamenn lærdóms og kristni
í arf. Meðal Grikkja og Rómverja til forna voru spákonur sem
nefndar voru sibyllur. Aristóteles telur þær vera margar en síðar
koma fram einkennisheiti og eiginnöfn á sibyllum. Hjá Varró,
laust fyrir Krists burð, eru þær taldar tíu talsins og þannig koma
þær fram í sibylluskrá hjá kirkjuföðurnum Lactantíusi. Þær eru
einnig taldar tíu hjá Isidóri frá Sevilla. I lærðri samantekt A.
Rzach frá 1923 eru taldar fleiri sibyllur úr fornöld.37
diktssonar bls. 138. Líklega hafa Metamorphoses verið meðal námsefnis í lat-
ínuskólunum á íslandi á 17. öld. Góð vinátta og tíð bréfaskipti voru milli Stef-
áns Ólafssonar og Brynjólfs biskups Sveinssonar á árunum 1644-1645, sjá
Stefán Ólafsson, Kvaði (1885) XXXVI ff.
35 Edda Islandorum (1977) Voluspa Dlv og D2r, sjá formála Faulkes 94.
36 Edda Islandorum (1977) Voluspa Clr-v, sjá einnig Edda Islandorum hlr-h2v
þar sem Resen ræðir frekar um þessar hugmyndir Guðmundar Andréssonar.
Guðmundur virðist vitna til tveggja rita um sibyllufræði. Annars vegar Sylva
vocabulorum et phrasium eftir Heinrich Decimator (um 1544-1615), sem oft
var prentað á 16. og 17. öld og var haft til stuðnings við nám í latínu og grísku.
Þetta rit var t.d. meðal bóka í bókasafni Jóns Árnasonar Skálholtsbiskups.
Hins vegar styðst Guðmundur við rit eftir Kaspar Peucer (1525-1602), höf-
und sem einnig var í hávegum hafður við stólsskólana á íslandi, og kallar
Guðmundur það Theomanthia. Það mun líklega vera rit sem nefnist
Commentarius de praecipuis generibus divinationum og prentað var nokkrum
sinnum á 16. og 17. öld. Það var t.d. meðal bóka í bókasafni Brynjólfs Sveins-
sonar Skálholtsbiskups, sjá Jón Helgason (1948) 120. Resen hefur líklega bætt
við ritum eftir þá Erasmus Smidius (1570-1637) og Onophrius Panvinius Ver-
onensis (1529-1568) um sibyllur.
37 Rzach (1923) 2073-83. Þá er einkar fróðleg samantekt í Kurfess (1965) um
forna kristilega sibyllutexta.