Skírnir - 01.09.1999, Síða 153
SKÍRNIR MERLlNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ í SÖGULEGU SAMHENGI 399
helgisögu um „Sancta Maria Ara Celi“ í Maríu sögu frá 13. eða
14. öld.40 Enn má benda á að í Historia regum Britannie, sem
Gunnlaugur Leifsson hafði undir höndum í heild og hafði þaul-
lesið þegar hann orti Merlínusspá, er rætt berum orðum um spá-
dóma Sibyllu.41 Tatlock bendir á að kvenmannsnafnið Sibylla
virðist hafa verið í tísku meðal normannskrar yfirstéttar á 11. og
12. öld.42 I latneskum trúarkveðskap frá miðöldum er Sibylla vel
kunnug persóna, heiðin spákona sem spáir fyrir um kristileg efni,
t.d. í Dies irae og í jólasekvensíu. Nægur vitnisburður er því til
um að forn sibyllufræði grísk-rómverskrar heiðni hafi verið vel
þekkt meðal lærðra og kristinna Islendinga á miðöldum.
Kvæði Ovidíusar, Metamophoses eða Umbreytingar, var al-
þekkt meðal menntaðra manna á miðöldum og önnur kvæði hans
voru einnig notuð sem námsefni á 12. og 13. öld.43 Snorri Sturlu-
son reyndi á fyrri hluta 13. aldar að túlka Völuspá í Gylfaginn-
ingu og talar um „gullaldur" vegna frásagnar Völuspár um gnótt
gulls í árdaga heimsins. Síðari tíma fræðimenn hafa bent á að
„gullaldur" Snorra hljóti að vera fenginn úr kvæði Ovidíusar, þ.e.
að frásögn Völuspár hafi minnt Snorra á Ovidíus.44 Ein af heim-
40 Mariu saga II (1871) 921-22, sjá einnig Rzach (1923) 2175.
41 í Historia regum Britannie c. 160 og c. 206 samkvæmt kaflatölum Farals. Á
síðari staðnum eru Sibylla og Merlínus spyrt saman. Aðeins fyrri staðurinn
kemur glöggt fram í hinni íslensku þýðingu Breta sagna, en þar kemur Sibylla
ekki fram og er aðeins þýtt með orðinu „spámenn", sjíAnnaler 1849, 102.
42 Tatlock (1950) 403.
43 Um verk Ovidíusar í skólabókum á 12. öld, Salvesen (1968) og Glauche (1970)
einkum 101 og áfram. Frásögnin af viðskiptum Júpíters og Lycaons í Metam.
I, 215-40 er þýdd og endursögð í Trójumanna sögu í Hauksbók (1892-1896)
196, og er það til marks um þekkingu íslenskra miðaldamanna á Ovidíusi. í
Trójumanna sögu er raunar einnig þýtt úr Heroides eftir Ovidíus. Sjálfur texti
Trójumanna sögu er að stofni til ýmist þýðing á hinum latneska Hómer, Ilias
latina, eða Trójubardagafrásögn kenndri við Dares Phrygius. Hvort tveggja
voru vel þekktar skólabækur á miðöldum.
44 Holtsmark (1964) 44. Hér verður einnig að geta þess að áhrifa frá Pharsalia
Lucanusar gætir líklega í Völuspá. Á 19. öld var bent á að Lucanus væri ein af
heimildum Prophetie Merlini (Rydberg), sjá Tatlock (1950) 405. Meissner
benti á stað þar sem þýtt er úr Pharsalia VI, 662-66 í Rómverja sögum: „Vera
má að þér hræddust ef ég lyki upp fyrir yður helvíti og sæi þér þar eldsfulla
staði og ár þær er falla með eitri, eður þá hina ógurligu höfðingja sem eru fyr-
ir.“ Þetta gæti, segir Meissner, altént verið endurómur af Völuspá „könnte