Skírnir - 01.09.1999, Qupperneq 154
400
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
ildum Gylfaginningar eftir Snorra Sturluson hlýtur að vera Meta-
morphoses eftir Ovidíus. Líklegt er að túlkun Snorra hafi á 17. öld
leitt þá Stefán Olafsson og Guðmund Andrésson til þess að at-
huga nánar samband Völuspár og Ovidíusar. Um ástæðuna til
þess að „bræður berjast" í Völuspá er ekkert sagt í kvæðinu
sjálfu, en Snorri telur það vera „fyrir ágirni sakar“. Sú er einmitt
talin ástæða hins sama í kvæði Ovidíusar þar sem Stefán Ólafsson
vitnar til þess (I, 144 og áfram).45 Guðmundur Andrésson telur
fram fleiri líkindi með Völuspá og Metamorphoses Ovidíusar. I
fyrsta lagi segi í Ovidíusi að einhver eða einhverjir guðanna hafi
skapað heiminn (I, 32) og í öðru lagi bendir hann á ummæli
Júpíters um hálfguðina (I, 192 og áfram) sem Guðmundi þykja
hliðstæð við aðdraganda dvergatals Völuspár.
Þessir ágætu fræðimenn, Snorri Sturluson, Stefán Ólafsson og
Guðmundur Andrésson, hafa því vísað á kvæði Ovidíusar sem
eina af heimildum Völuspár. Styrkja má niðurstöðu þeirra enn
betur með því að benda á frekari líkindi með Völuspá og Meta-
morphoses:
Völuspá Metamorphoses
Regin öll á rökstólum I, 177: Ergo ubi marmoreo
superi sedere recessu (þannig
allenfalls als Reminiszens an die Völuspá gelten“, þ.e. Völuspá 36: „á fellur
austan um eiturdala“, sjá Rómverja saga (1910) 217. Þessu er þó öfugt farið,
því að Völuspá er ort upp úr Pharsalia eins og Prophetie Merlini. Hjá
Lucanusi kemur einnig fram stóísk heimsslitafræði: „Vitum vér, segir hann, að
þar mun koma um síðir að eldur mun ganga bæði yfir jörð og sjó og loft og
hreinsa svo loftið“, Rómverjasaga (1910) 226, sbr. Pharsalia VII, 812-13.
Kristnar heimsslitahugmyndir eru reifaðar í íslenskri hómilíu frá 12. öld, „er
guð lætur eldinn ganga um allan heiminn milli himins og jarðar“, sjá Homiliu-
Bok (1872) 156, og hafa þær einnig haft áhrif á Völuspá. Eins er líklegt að
Fimmtán tákn fyrir dómsdag („Af dómadags undrum“) séu meðal þeirra rita
sem höfundur Völuspár hefur þekkt. Loks má nefna að bent hefur verið á
mikil líkindi Völuspár í einstökum atriðum við kristin leiðslurit frá miðöld-
um, svo sem Díalóga Gregóríusar og Duggalsleiðslu, sjá Strömbáck (1976).
45 Norski konungasagnaritarinn Theodoricus, sem skrifar fyrir 1189, vitnar í
Ovidíus, Metam. I, 128-31, í hinu latneska sagnariti sínu þegar hann lýsir
glæpum þeim, eiðrofum og manndrápum sem urðu í Noregi eftir lát Sigurðar
Jórsalafara, sjá Monumenta Historica Norvegiae (1880) 67.