Skírnir - 01.09.1999, Page 158
404
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
að sjáist til þeirra í rannsóknum á fornenskum fræðum.49 Grein-
arnar í Gefn sviðsettu þó betur en áður hafði verið gert ýmis
vandamál sem vörðuðu Eddurannsóknir og yfirburðaþekking
Benedikts á íslenskum skáldskap naut sín þar vel. Þó að gusu-
gangurinn sé oft mikill er margt af því sem hann ræðir klassískt í
Eddurannsóknum og í fyrsta sinn sett fram með skýrum hætti.
Benedikt hélt því enn fram í Gefn 1872 og 1873 að Eddukvæðin
væru íslensk.50 Hann endurtók röksemdirnar frá 1864 um að
Eddukvæðin væru aðeins til í íslenskum handritum, og það safn-
ritum, og að Eddukvæðin virtust í varðveittri mynd óþekkt nema
á Islandi. Hann reyndi einnig að bæta við nýjum rökum:
Að Sæmundar-Edda sé öll ort á íslandi, annað hvort af einum manni, eða
þá fáum mönnum samtíða og nálægt hvorr öðrum og á stuttum tíma, má
sanna með innri og ytri ástæðum. Enar innri ástæður eru enir mörgu
samhljóða og keimlíku staðir í Eddunni sjálfri.51
Benedikt telur sig „sanna“ mál sitt af innri ástæðum með því að
tína síðan fram similia, þ.e. samhljóðandi og keimlíka staði í
Eddukvæðum, í 83 tölusettum liðum. Að svo búnu segir hann:
Þessir samhljóðandi staðir í Eddunni sjálfri sýna augljóslega, að eitthvert
samband sé á milli kvæðanna [...] margar fornsögur eru svo samhljóða,
að höfundarnir hafa auðsjáanlega hlotið að þekkja hvorr annan; en með
tilliti til Eddukviðanna, þá fara menn fljótt þar yfir og ætla að slá menn
af laginu með því að segja, að slík samhljóðan sé „einkennileg öllum
þjóðkvæðum“ (- en Eddukviðurnar eru einmitt ekki „þjóðkvæði" -)
Síðan telur Benedikt „ytri ástæður" sem sanni að höfundar Eddu-
kviða séu fáir og samtíða nágrannar, en það, „eru staðir fyrir utan
sjálft Eddusafnið, sem sýna áþekka samhljóðan bæði að heilum
versum og einstökum einkennilegum orðum.“53 Hann telur síðan
49 Widsith( 1936) 58.
50 Benedikt Gröndal (1872) 19-20 og (1873) 11 og 33.
51 Benedikt Gröndal (1872) 20-21.
52 Benedikt Gröndal (1872) 27-28.
53 Benedikt Gröndal (1872) 29.