Skírnir - 01.09.1999, Page 159
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ í SÖGULEGU SAMHENGI 405
geysimarga staði úr öðrum fornum textum og skáldskap fyrir ut-
an Eddusafnið sem eiga sér náin líkindi í Eddunni sjálfri. Sameig-
inlegt þessum textahliðstæðum utan Eddusafnsins sé að þær séu
nær allar eftir íslendinga.54 Þungamiðjan í þessari rökleiðslu
Benedikts er að safn kvæðanna sé íslenskt og að Eddukviðurnar
sýni afmarkaða íslenska skáldskapartísku en því til stuðnings
bendir hann á samhljóðandi og keimlíka staði.
Nú er Ijóst að samhljóðan tímasetur ekki heimildir, hún sýnir
aðeins að um er að ræða samband eða tengsl milli heimildanna.
Hlutlæg talning samhljóðandi staða eða líkinda milli texta getur
reynst mikilvæg. Þegar um fá og lítil líkindi er að ræða eru tengsl
textanna talin lítil, en séu líkindin mörg og mikil eru áhrifin eða
tengslin talin mikil. Handan við hina hlutlægu tilveru líkinda í
textunum eru hin huglægu og flóknu miðlunartengsl milli höf-
unda og áheyrenda eða lesenda textanna. Að telja fram líkindi og
keimlíka staði getur líka verið huglægt, þar sem sumir sjá líkindi
með textum þar sem aðrir sjá þau ekki. Því er tryggast að benda á
bein orðalagslíkindi og fara lítt út fyrir þau. En til er að orðalags-
líkindi séu óskýrari, einhvers konar endurómur í stað samhljóð-
unar, óljóst svipmót eða dauft endurskin. Nái líkindi texta til efn-
isinnihalds þeirra auk orðalagslíkinda verður sambandið milli
textanna nánara. Líkindaforsendur duga þó ekki einar til tíma-
setningar. Til þess þurfa efnislíkindin að eiga sér ljósa sögulega
veru. Hún tengist þá venjulega ytra umhverfi þeirra, t.d. tímasett-
um ritleifum eða fornleifum.
Benedikt bendir á aldur handrita (Snorra-Eddu, Codex Reg-
ius, Flateyjarbókar), þau séu íslensk, þar séu hin síðari tímamörk,
kvæðin séu eldri en handritin. Hin fyrri tímamörk kvæðanna séu
Sæmundur fróði og upphaf ritaldar á Islandi. Samhljóðandi staði
(„innri og ytri ástæður") telur Benedikt „sanna“ skoðun sína á
aldri Eddukviða. Ljóst er af hinu síðasttalda að Benedikt gengur
of langt í trú sinni á samhljóðandi staði til að tímasetja kvæðin.
En önnur rök hans virðast í fullu gildi.
54 Benedikt Gröndal (1872) 33-34. Benedikt á bágt með að trúa á höfundskap
hálfgoðsögulegra skálda eins og Braga gamla, Starkaðar, Eyvindar skáldaspill-
is, Þorbjarnar hornklofa og Þjóðólfs hvinverska.