Skírnir - 01.09.1999, Page 162
408
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKlRNIR
um Eddukvæðin.65 íslenskir fræðimenn á þessari öld hafa mjög
fetað í slóð Jessens um tímasetningu Völuspár. Hann benti á að
kristinna áhrifa hlyti að gæta í kvæðinu. Jessen segir (í þýðingu):
Eg veit að það á ekki fylgi að fagna meðal rannsakenda fornra fræða að
telja upprunann kristinn en fæ þó ekki varist áleitnum grunsemdum. [Ich
weiss, dass die annahme christlichen ursprunges bei den altertums-
forschern nicht in gunst steht, kann mich aber nicht erwehren, dem ver-
dachte nachzuhángen.]
Hann bendir á líkindi í fornþýska (og kristna) kvæðinu Muspilli,
í Nýja testamentinu (Matteus 24, Markús 13, Lúkas 21 og Opin-
berun Jóhannesar 19, 19-21) og sýnist sem það geti ekki verið
tilviljun. Samt sé höfundur kvæðisins heiðinn.66 Völuspá er sam-
kvæmt Jessen að öllum líkindum íslenskt kvæði frá því einhvern
tíma á 10. öld. Kristnum manni ætti ekki að eigna það, þó að
sérstaklega orðin, brœbur munu berjast o.s.frv., gætu vakið grun-
semdir.67
Sigurður Nordal, sem hefur haft mest áhrif á rannsóknir á
Völuspá á 20. öld, er sömu skoðunar og Jessen um höfund kvæð-
isins. Greinilegt er að Sigurður telur sig með þeirri afstöðu forð-
ast öfgar „alheiðni og alkristni". Sigurður telur að kvæðið „sé ort
rétt fyrir 1000“.68 Jón Helgason segir 1952 að sú skoðun um höf-
und Völuspár hafi fest sig í sessi að hann hafi verið heiðinn en
þekkt kristna trú og meðvitað eða ómeðvitað séð eigin trú í ljósi
hennar. Enn fremur að menn séu nokkurn veginn sammála um að
65 Hér er erfitt að eiga við rannsóknasögu Eddukvæða. Benedikt Gröndal og
Jessen virðast vera í einhvers konar skollaleik, hvorugur vitnar til hins. Jessen
hlýtur þó í grein sinni á þýsku frá 1871 að þekkja grein Benedikts frá 1864 á
dönsku þótt hann vitni ekki til hennar. Þegar Benedikt skrifar á íslensku í
Gefn 1872 og 1873 vitnar hann hins vegar ekki til hinnar þýsku greinar
Jessens. Sjá einnig Benedikt Gröndal (1894) 187. Jón Helgason (1952) 90 og
93, talar um grein Jessens sem tímamótaverk í Eddurannsóknum. I ljósi þessa
er það ef til vill ekki nákvæmt.
66 Jessen (1871) 24-25.
67 Jessen (1871) 72.
68 Sigurður Nordal (1952) 176-78.