Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 167
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ í SÖGULEGU SAMHENGI 413
Yfirlitið sýnir að samband eða skyldleiki er náinn með kvæðun-
um. En það gefur ekki eitt sér tilefni til tímasetninga, hvorki al-
gjörra né afstæðra. Almenn efnisatriði eru einnig lík. Bæði eru
kvæðin í spádómsformi, heimsslitalýsingar eru bæði í Merlínus-
spá I og í Völuspá með sams konar orðalagi, heimsslitalýsingarn-
ar eru tengdar siðferðilegum efnum í báðum kvæðunum og talin
upp almenn einkenni eða tákn sem talin eru boða heimsslit, svo
sem styrjaldir, vont veðurfar og önnur óáran.
Annað þessara kvæða, Merlínusspá, er nokkurn veginn tíma-
sett, eins og fyrr er getið. Höfundur þess er Gunnlaugur Leifs-
son, dáinn 1218 eða 1219, og yngra Merlínusspárkvæðið, Merlín-
usspá II, er líklega ekki ort fyrr en eftir 1165, e.t.v. nærri 1170 eða
síðar. Með siðaboðskap sínum gegn grimmdarlegum manndráp-
um, lauslæti og sifjaspellum flytur Merlínusspá umbótastefnu
hinnar alþjóðlegu páfakirkju á 12. öld. Völuspá flytur sams konar
siðaboðskap, gegn miskunnarlausum manndrápum, hórdómi og
sifjaspellum, með sams konar orðalagi.
Líkindi í efnisatriðum, eins og þeim sem nefnd hafa verið og
tímasett eru til 12. aldar, benda til þess að kvæðin hafi orðið til á
svipuðum tíma og í svipuðu sögulegu samhengi. Með öðrum orð-
um bendir þetta til þess að Völuspá sé frá síðari hluta 12. aldar
eins og Merlínusspá.
Barátta kirkjunnar á Islandi fyrir bættu siðferði höfðingjanna í
kvennamálum er greinileg í Merlínusspá, eins og rakið hefur ver-
ið. I lok Merlínusspár II má einnig finna að kvæðið hefur sætt
andmælum. Varnarræða Merlínusspár (Merlínusspá II, 97-100) er
merkileg, ekki aðeins Merlínusspár vegna. Hún bendir til þess að
spádómskvæði hlaðin táknum, kristilegum siðaboðskap og
„mörgum myrkum málum propheta" séu ekki gamalt fyrirbæri á
Islandi á 12. öld, í þjóðfélagi Gunnlaugs Leifssonar. Hún bendir
til þess að kvæði á borð við Völuspá hafi ekki verið til á íslensku
þegar Merlínusspá Gunnlaugs var ort.
VII. Lokaorð
Hér hefur verið farið yfir vítt svið og skal þess nú freistað að
draga saman og endurtaka nokkur aðalatriði í undanfarandi um-