Skírnir - 01.09.1999, Page 168
414
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
fjöllun. Þýðingin á Prophetie Merlini í tvö kvæði, Merlínusspá I
og Merlínusspá II, sýnir m.a. að hún er sprottin úr umhverfi
átaka og umdeildra skoðana. I fyrra kvæðinu, Merlínusspá I, sem
er þýðing á síðari hluta Prophetie Merlini, er áhersla lögð á að
óáran og heimsslit verði vegna grimmdarverka, drykkjuskapar,
ágirndar og kynferðislegrar lausungar („fénaðar lífs“), ekki síst
meðal „Norður-Dana“ (Islendinga?), sem hvergi er minnst á í
Prophetie Merlini. Þetta kemur heim við skoðanir þýðandans,
Gunnlaugs Leifssonar, en hann samfylkti með Þorláki Þórhalls-
syni í siðvæðingarbaráttu kirkjunnar á Islandi á síðari hluta 12.
aldar. I síðara kvæðinu, Merlínuspá II, sem er þýðing á fyrri hluta
Prophetie Merlini og hluta af Historia regum Britannie, er áhersla
lögð á að mark sé takandi á spádómum, fyrri spámenn hafi talað í
táknum dýra, vatna og vinda. Þetta er m.a. varnarræða fyrir fyrra
kvæðið og form þess. Sýnir hún að Merlínusspá hefur ekki verið
tekið vel alls staðar og form og táknmál kvæðisins hefur þótt
óvenjulegt og verið gagnrýnt. Af tilvísunum þýðandans til at-
burða á Bretlandseyjum árið 1165 má ætla að þýðingin hafi verið
gerð um 1170 eða síðar.
Völuspá ljær ekki fangstaðar á sér til svo beinna tímasetninga
sem Merlínusspá. Á 17. öld bentu lærðir íslendingar, Stefán
Ólafsson og Guðmundur Andrésson, á að Völuspá hlyti að vera
ort að hluta í líkingu við kvæði Ovidíusar, Metamorphoses. Enn
fremur bentu þeir á að Völuspá ætti sér að forsendu sibyllufræði
heiðinnar grísk-rómverskrar fornaldar. Á 19. og 20. öld má
greina breytileg viðhorf gagnvart Völuspá. Skáldin Benedikt
Gröndal og Halldór Laxness sjá ekki samfellda frásögn um mið-
bik kvæðisins, þeir telja það kristið og ort eftir að ritöld er gengin
í garð á Islandi. Viðhorf fræðimanna á þessum tíma eru oft mót-
uð af rómantískum og pólitískum hugmyndum, og sjá má hneigð
til að lesa samfellda frásögn úr miðbiki kvæðisins, jafnvel heiðna
guðfræði. Kvæðið er stundum talið vera vitnisburður um ger-
manska heiðni og eiga sér rætur í rökkri samgermanskrar
forsögu. Gjarna er það talið ort á tímamótum heiðni og kristni og
ekki talið víst að það sé íslenskt að öllu leyti.
Samanburður Merlínusspár og Völuspár leiðir í ljós að kvæð-
in eru náskyld. I fyrsta lagi eru samhljóðandi staðir og orðalags-