Skírnir - 01.09.1999, Page 169
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ í SÖGULEGU SAMHENGI 415
líkindi svo mörg að um náin tengsl er að ræða. Af samhljóðan út
af fyrir sig verður þó ekki tímasett, hvorki afstætt né algjörlega,
aðeins má af henni sjá að skáld annars kvæðisins hefur þekkt hitt
kvæðið. I öðru lagi eru efnisatriði kvæðanna mörg næstum hin
sömu og hið sama gildir um boðskap þeirra. Kvæðin eru í spá-
dómsformi og boða styrjaldir, vond veður, óáran í náttúrunni og
heimsslit sem tengd eru siðferðilegum efnum, eiðrofum, ágirnd,
drykkjuskap og kynferðislegri lausung meðal manna. Siðaboð-
skapur kvæðanna er hinn sami og hin alþjóðlega umbótasinnaða
kirkja barðist fyrir á síðari hluta 12. aldar. Það bendir til þess að
Völuspá sé einnig frá þeim tíma.
I þriðja lagi, og þar eru aldursrök einkum dregin af hinni
tímasettu Merlínusspá, er ljóst að í hinum frumorta hluta Merlín-
usspár II er flutt málsvörn fyrir Merlínusspárkvæðin, spádóma
þeirra og táknmál, og vísað til spámanna kristninnar. Málsvörnin
hefur þá forsendu að einhverjir hafa andmælt Merlínusspá, boð-
skap hennar og táknmáli, eða iátið sér fátt um finnast. Allt ber
þetta merki siðvæðingarbaráttu kirkjunnar manna. Merlínusspá
nefnir ekki Völuspá til styrktar málstað sínum og ekki heldur
heiðna menn. Það er vísbending um að Völuspá hafi ekki verið til
þegar Merlínusspá var ort.
Eðlilegt framhald trúvarnar- og siðvæðingarbaráttu kirkjunn-
ar manna á Islandi á 12. öld var að grípa til klassískra röksemda í
málflutningi sínum og telja, eins og kirkjufeðurnir höfðu gert, að
jafnvel hinir bestu og framsýnustu heiðnu menn hefðu til forna
séð fyrir heimsslit, einkum ef ekki væri gætt siðsemda. I þeim
anda virðist Völuspá ort, líkt og djarfur málflutningur lærðra
manna til þess að þagga niður í þeim sem mögluðu gegn siðaboð-
skap kirkjunnar og Merlínusspá á ofanverðri 12. öld.