Skírnir - 01.09.1999, Page 170
416
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
Viðauki: Um latnesk forrit Merlínusspár
Þegar litið er á Merlínusspá, eins og hún liggur fyrir á íslensku, 419
vaknar sú spurning hvort hinn latneski frumtexti sem þýtt er eftir hafi
haft einhver þau sérkenni sem leyfi að honum sé skipað í tiltekinn flokk
handrita eða textagerða af Prophetie Merlini.
Raunin er sú að Prophetie Merlini er einmitt meðal þeirra hluta af
Historia regum Britannie sem hafa tekið hvað minnstum breytingum í
hinni miklu textageymd þess verks. Prophetie Merlini virðast hafa þótt
svo merkilegt efni að við því var tiltölulega lítið hróflað.78
Því er helst að leita textasérkenna í tuttugu fyrstu vísum Merlínus-
spár II, sem styðjast við efni úr sjálfum Historia regum Britannie utan
við Prophetie Merlini, en tengslin eru sem hér segir:
1.-5. vísa styðjast við 105. kafla.
6.-8. vísa styðjast við 106. kafla.
9.-14.(4.) vísa styðjast við 108. kafla.
14.(5.)-20. vísa styðjast við 111. kafla.
Tveir staðir í þessum vísum benda til þess að stuðst sé við Vúlgötu-texta
af Historia regum Britannie en ekki við fyrstu lesbrigðagerð (First Vari-
ant Version). Þeir eru:
a) 9. vísa 108. kafli
[...] hét yngva vinur, Ambrosíus, [...] Merlinus (qui et
en enn ágæti, öðru nafni, Merlínus sá, Ambrosius dicebatur)
maður kallaðist. [...].79
b) 16. vísa
[...] hauðurs gyrðingar, blásast eitri
á, og blám eldi.
111. kafli
dracones [...] ignem
anhelitu procraeabant.80
Enn fremur má minna á ábendingar í Merlínusspá I um þekkingu á til-
einkunarformála Goðfreðs fyrir spádómunum til Alexanders biskups í
Lincoln. Sem fyrr segir kann spádómunum að vera snúið í kvæði á ís-
lensku m.a. vegna ummæla um tónlist og ljóð í formálanum. Tileinkun-
arformálinn er í Vúlgötu-textanum en ekki í fyrstu lesbrigðagerð.
78 The Historia Regum Britannie (1988) xvii-xx. Prophetie Merlini er í köflunum
112-17 skv. kaflatölum Farals yfir Historia regum Britannie.
79 The Historia Regum Britannie (1984) 73, sbr. The Historia Regum Britannie
(1988) 100. Þetta vantar með öllu í fyrstu lesbrigðagerð.
80 The Historia Regum Britannie (1984) 74, sbr. The Historia Regum Britannie
(1988) 101. Fyrsta lesbrigðagerð er nokkru orðfleiri um þetta.