Skírnir - 01.09.1999, Page 181
SKÍRNIR LOFTKENNT FÓLK Á STAÐLAUSUM TÍMUM?
427
í raun hafa menn skipst í tvær meginfylkingar, þá sem eru já-
kvæðir og hina sem eru neikvæðir í garð þessarar þróunar, en
sjálf umfjöllunin hefur dregið dám af þremur meginkenningum
um hnattvæðinguna:
• boðskipta- og þróunarmódelið - byggist á þeirri trú að fjöl-
miðlar geti haft áhrif á gildismat fólks og ýtt undir þróun á fá-
tækari svæðum jarðar;
• menningarleg heimsvaldastefna - gagnrýnir vestræna heims-
valdastefnu þróunarmódelsins;
• endurskoðuð menningarleg fjölhyggja - leggur áherslu á
margræð áhrif nútímafjölmiðlunar, styrk staðbundinnar
menningar og þátt áhorfenda/lesenda í að lesa úr fréttum,
leysa upp táknin.6
Kenningin um menningarlega heimsvaldastefnu kom fram um
það leyti sem margar þriðja heims þjóðir börðust gegn nýlendu-
herrum sínum og öðluðust sjálfstæði. Þessi kenning átti mestu
fylgi að fagna á áttunda áratugnum þegar umfjöllun um áhrif fjöl-
miðla snerist að mestu um einstefnuflæði upplýsinga frá hinu
auðuga norðurhveli jarðar til fátæka suðurhvelsins og um leið
voru vestrænir fjölmiðlar gagnrýndir mjög fyrir einhliða
fréttaflutning af þriðja heiminum. Þessi umræða var vissulega
mikilsvert framlag til fjölmiðlafræðinnar en virðist hafa mótast
um of af samviskubiti herraþjóða nýlendustefnunnar. Kjarni
málsins er sá að fréttamat á þeim sem eru hvorki vinir þínir né
fjandmenn hverfist að mestu um hamfarastuðulinn (flóð, eldgos,
stríð, hungursneyð o.s.frv.), eins og kom í ljós þegar fréttaflutn-
ingur bandarískra fjölmiðla af vel stæðum þjóðum Norðurlanda
var rannsakaður - Norðurlöndin voru vart til samkvæmt banda-
rískum fjölmiðlum og flestar fréttir af þeim heimshluta voru
einmitt „hamfarafréttir“.7 Kenningin um yfirgang vestænna
6 Fjallað er um þessar kenningar í grein M. Gurevitch (1996), „The
Globalization of Electronic Journalism". Mass Media and Society. Ritstjórar
James Curran og Michael Gurevitch. London: Arnold, bls. 204-208. Sjá einnig
í sömu bók grein eftir A. Sreberny-Mohammadi, „The Global and the Local
in International Communications", bls. 177-200.
7 Rampal, bls. 48-49, vísar til þriggja rannsókna sem framkvæmdar voru á árun-
um 1976-1993, á umfjöllun þandarískra fjölmiðla um skandinavísku þjóðirnar.