Skírnir - 01.09.1999, Page 182
428
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
SKÍRNIR
þjóða í garð fátækra þjóða suðurhvelsins sýnir þannig glöggt
hvernig fjölmiðlafræði getur gegnsýrst af pólitík og hugmynda-
fræði, og þá jafnvel misst algjörlega sjónar á því sem stýrir frétta-
mati fjölmiðla. Slík hugmyndafræðileg skekkja er einnig nokkuð
áberandi í málflutningi hnattvæðingarsinna.
Umræðan um hnattvæðingu innan fjölmiðlafræðinnar er jafn-
an rakin til Marshalls McLuhan og hugmyndar hans um alheims-
þorpið sem fram kom á sjöunda áratugnum, en síðan hafa tjöld
fallið, múrar hrunið og hagfræði hins hnattræna kapítalisma leyst
aðrar hugmyndir af hólmi. Hnattrænn kapítalismi er nánast ein-
ráð hugmyndafræði innan fjölþjóðlegra valdastofnana og á sama
tíma hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að menningarleg hnattvæð-
ing sé óhjákvæmileg. Þar sem veffjölmiðlar og gervihnattasjón-
varp eru, enn sem komið er, einu miðlarnir sem búa yfir tækni er
gæti dreift sama efni til allrar heimsbyggðarinnar, verður rætt um
báða þessa miðla jöfnum höndum hér á eftir.
Erum við loftkennt fólk á staðlausum tímumf
Póstmódernisminn tvístraði heimsmyndinni á níunda áratugnum
og eftir þá firrtu óreiðu hafa hnattvæðingarsinnar boðað okkur
nýja heildstæða sýn. Hnattvæðing er ekki lengur hið æðsta tak-
mark, eins og á sjöunda áratugi McLuhans, heldur er hún komin
á legg, enda talin rökrétt framhald af þróun heimssögunnar.* * * * * * * 8
Landamærin sem máli skipta markast ekki lengur af tungumálum
og menningu, heldur útsendingasvæðum, þ.e. útvarpsbylgjum,
móttökusvæðum gervihnatta og nú einnig tölvunetum. Þannig
Samkvæmt niðurstöðum allra þriggja rannsóknanna komu skandinavískar
þjóðir einna minnst við sögu allra þjóða í fréttatímum stóru bandarísku sjón-
varpsstöðvanna. Rannsóknin frá árinu 1993 tók einnig til virtra prentmiðla og
var niðurstaðan sú að rétt eins og fréttir frá þriðja heiminum voru fregnir frá
Skandinavíu einkum „hamfarafréttir". K. Rampal (1995), „The Collection and
Flow of World News“. Global Joumalism: survey of international commun-
ication. Ritstjóri John C. Merrill. New York: Longman.
8 David Morley og Kevin Robins (1995), Spaces of Identity: Global Media,
Electronic Landscapes and Cultural Boundaries. London og New York:
Routledge, bls. 8.