Skírnir - 01.09.1999, Síða 183
SKlRNIR LOFTKENNT FÓLK Á STAÐLAUSUM TÍMUM ?
429
hafa verið mynduð ný menningarsvæði og því er, segja ýmsir,
kreppa hlaupin í fyrirbærið sem við höfum nefnt þjóðríki.9
Vitaskuld væri rangt að gera lítið úr áhrifum sívaxandi flæðis
fjölmiðlaefnis yfir menningarleg landamæri. Raunar eru mikils-
verðar vísbendingar innan auglýsingaiðnaðarins um að hægt sé að
ávarpa keimlíka hópa neytenda með sama hætti þvert yfir landa-
mæri, eins og Morley og Robins benda á. Það er talinn órækur
vitnisburður um að heimurinn sé að skreppa saman, en við meg-
um ekki gleyma því að sá möguleiki var fyrir hendi áður en gervi-
hnattaöld gekk í garð. Vestræn þjóðfélög sóttust eftir vörum, hrá-
efni og hugmyndum frá öðrum menningarsvæðum löngu áður en
heimurinn uppgötvaði hve gómsætur MacDonalds-hamborgari
er. Kartöflur, tóbak, silki, krydd, kaffi, Biblían; listinn er langur.
Mönnum hefur lengi verið kunnugt um að hægt sé að ná í „neyt-
endur“ af mismunandi þjóðerni.
Hitt er satt, sem hnattvæðingarsinnar hafa verið iðnir við að
benda á, að víða hafa þjóðríki verið að draga úr umsvifum í
rekstri fjölmiðla og fjarskipta. Fríverslunarsamningar, efnahags-
bandalög og það hálstak sem alþjóðlegar fjármálastofnanir hafa á
efnahagsstefnu annars- og þriðjaheimsríkja hefur smám saman
skapað ákjósanlegt starfsumhverfi fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki. En
þessari stefnu fylgja innri mótsagnir því samhliða alþjóðavæðingu
fjármagns, og vaxandi ferðamannaiðnaði, hefur þrýstingur aukist
á lítil samfélög að skapa sér ímynd sem sker sig á einhvern hátt úr
flatneskjunni - bæði til að laða að erlent fjármagn og erlenda
ferðamenn.
Morley og Robins hafna kenningum menningarlegra fjöl-
hyggjusinna um endurreisn menningar og efnahags smærri sam-
félaga. Þeir halda því fram að hnattvæðingin þjappi saman tíma
og rúmi, skapi stjórnlaust, fljótandi rými þar sem ólíkum menn-
ingarsamfélögum er kastað látlaust í fang hvers annars. Póst-
módernísk landafræði hafi með öðrum orðum leitt af sér nýtt
samband þess staðbundna og þess hnattræna, samband sem, að
þeirra mati, er algerlega háð markaðsáætlunum alþjóðafyrirtækja.
Þeir ganga jafnvel svo langt að segja að menn skuli líta á hið stað-
9 Sama rit, bls. 1.