Skírnir - 01.09.1999, Page 186
432
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
SKÍRNIR
styrkja markaðsstöðu sína með því að laga sig að erlendum
heimamörkuðum, á Vefnum sem og annars staðar, eins og Herm-
an og McChesney (1997) benda á. En það er að sjálfsögðu mun
óhagkvæmara fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki að setja saman mismun-
andi efni fyrir mismunandi áhorfendur/lesendur heldur en að
sýna öllum það sama. Getum við þá með sanni sagt að vefurinn
beri órækt vitni um hnattvæðingu menningarinnar þegar fjöl-
þjóðafyrirtækin neyðast til að taka tillit til ólíkra áhorfenda/
lesenda eftir landsvæðum?
Ein fréttalind - fjölbreytt útfœrsla
Eurovision News Exchange (EVN) heitir fjölþjóðleg fréttaþjón-
usta og þangað sækja evrópskar sjónvarpsstöðvar megnið af sínu
fréttamyndefni, en EVN dreifir eingöngu myndum, ekki textum.
A árunum 1987-1996 fór fram viðamikil rannsókn á vinnuferlinu
innan „fréttastofunnar" og viðtökum áhorfenda, einkum út frá
tilgátum um hnattvæðingu frétta. Niðurstöður rannsóknarinnar
eru skýr vitnisburður um það hvernig menningin og samfélagið
lita fréttirnar. Rannsóknarhópurinn komst að því að fréttamenn
ólíkra þjóða voru nokkuð samtaka í vali sínu á myndefni, og að
fréttamatið var býsna líkt. En þegar búið var að skeyta saman
myndefninu og skrifa textann var útfærslan, þ.e. fréttirnar eins og
þær birtust í sjónvarpsfréttatímum, mjög breytileg.
Hópurinn skoðaði fréttirnar eins og þær birtust áhorfendum í
átta löndum af þeim rúmlega 60 sem eru aðilar að fréttaþjónust-
unni og kom þá í ljós að „hvert einasta EVN fréttaskot var að
minnsta kosti sett í lágmarks búning",15 efnið var m.ö.o. sett í
innlendan búning svo fréttin væri skiljanleg viðkomandi áhorf-
endum. Þar að auki komust menn að því að heimfærsluferlið var
tvöfalt: áhorfendur þýða líka fréttirnar fyrir sig. Rannsóknarhóp-
urinn dró því þá ályktun að þótt fjölmiðlar sæki efnivið í „hnatt-
15 A. Cohen o.fl. (1996), Global Newsrooms, Local Audiences: A Study of the
Eurovision News Exchange. Ritstjórar A. Cohen, M. Levy, I. Roeh og M.
Gurevitch. London: John Libbey, bls. 89.