Skírnir - 01.09.1999, Síða 188
434
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
SKÍRNIR
útsendingu dönsku stöðvanna lauk seint á kvöldin jókst áhorf á
erlendu stöðvarnar gríðarlega en ein vinsælasta erlenda stöðin er
sjálfstæð skandinavísk sjónvarpsstöð sem sendir út frá London
um gervihnött.19 Þjóðverjar hafa aðgang að mörgum erlendum
sjónvarpsstöðvum en „áhugi á stöðvum sem eru ekki þýskumæl-
andi er mjög takmarkaður".20 Og til gamans má geta rannsóknar
sem gerð var á vegum fjölmiðlafyrirtækisins Granada í enska
þorpinu Waddington árið 1989 og sýnir glöggt aðdráttarafl inn-
lends efnis eða heimaefnis. Annars vegar var sett upp gervihnatta-
þjónusta fyrir þorpið með fjölda sjónvarpsstöðva og hins vegar
þorpssjónvarpsstöð þar sem þorpsbúar sáu um alla dagskrárgerð.
Þorpsstöðin sló í gegn!21
Það virðist nokkuð ljóst að fjölmiðlar sem einbeita sér að af-
mörkuðum hópi, sem tilheyrir ákveðinni menningu eða samfé-
lagi, hafa hæst hlutfall áhorfenda. Til að kanna hvort dagblöðin á
Vefnum nýttu sér hnattræna dreifingu efnisins og reyndu að
beina orðum sínum til hins „alþjóðlega" hóps lesenda skoðaði ég
vef-dagblöð frá nítján þjóðlöndum í fjórum heimsálfum (Afríku,
Asíu, Evrópu og Suður-Ameríku).22 Þótt könnunin geti ekki
kallast hávísindaleg, þar sem ég er ekki svo fjöltyngd að geta lesið
öll tungumálin sem um var að ræða, og leitartólin eru ófullkomin,
þá er tekið mið af flestum þáttum sem áhrif hafa á notkun tungu-
mála. I úrtakið valdi ég eintyngdar þjóðir og fjöltyngdar, fyrrum
19 Sama rit, bls. 44.
20 Sama rit, bls. 89-90. Þess ber að geta að bókinni, sem hér er vitnað til, er ætlað
að gefa yfirlit yfir stöðu fjölmiðlunar í Evrópu á árinu 1997. Hún ber þess
greinileg merki að markaðshlutdeild erlendra sjónvarpsstöðva er afar lítil.
Bókinni er skipt upp í kafla eftir þjóðlöndum og í mörgum kaflanna eru er-
lendar stöðvar ekki nefndar. Þar kemur einnig fram að hlutdeild gervihnatta-
stöðvanna í auglýsingamarkaðnum er hverfandi lítil.
21 G. Williams (1998), „Local visions: Cable television: the new local medium".
Making the Local News - Local journalism in context. Ritstjórar, Bob Frank-
lin og David Murphy. London og New York: Routledge, bls. 54-55.
22 Við könnunina notfærði ég mér lista Yahoo! yfir dagblöð í mismunandi lönd-
um (Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð, Hollandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Kína,
Thaílandi, Malasíu, Mexíkó, Urúgvæ, Eþíópíu, Marokkó, Egyptalandi og Ind-
landi). Yahoo! hafði ekki öll lönd á skrá sem ég taldi rétt að hafa með í könn-
uninni og því voru aðrar leiðir notaðar til að finna vefdagblöð frá Fílabeins-
ströndinni, Alsír, Namibíu og Súrínam.